Innlent

Gera það gott í síld og kolmunna

Á meðan sjómenn og útvegsmenn bíða í ofvæni eftir að Hafrannsóknarstofnun gefi út kvóta til loðnuveiða, eru nokkur skip að gera það gott á síldveiðum í Breiðafirði og á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum.

Síldin í Beiðafirði er talsvert sýkt eins og fyrir jól og fer að mestu í bræðslu. Kolmunnaskipin hafa verið að fá upp í 500 tonn eftir um það bil tíu klukkustunda höl og eru því nokkuð fljót að fylla sig, en siglingin á miðin og heim er nokkuð löng.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×