Erlent

Sydney hulin rykmekki

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Vegfarandi hjólar undir brú við höfnina í Sydney. Eins og sjá má er skyggnið ekkert sérstakt.
Vegfarandi hjólar undir brú við höfnina í Sydney. Eins og sjá má er skyggnið ekkert sérstakt. MYND/Reuters

Glórulaus rykstormur fer nú um austurhluta Ástralíu, þar á meðal Sydney, en þar sáu menn varla milli húsa í morgun. Slíkir stormar eru ekki óalgengir í Ástralíu en eru oftast meira inn til landsins. Rykið setti reykskynjara í gang í heimahúsum og fyrirtækjum og yfir 200 manns hafa leitað sér aðstoðar vegna öndunarerfiðleika. Ástralar losa mest gróðurhúsalofttegunda í heiminum miðað við höfðatölu en þeir brenna miklu magni kola við rafmagnsframleiðslu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×