Útlán Kaupþings „ógeðfelld“ og „ferleg“ Ingimar Karl Helgason skrifar 5. ágúst 2009 19:03 Ógeðfellt og ferlegt eru orð sem stjórnandi lífeyrissjóðs notar til að lýsa útlánum Kaupþings til stærstu eigenda sinna. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir það varla geta talist eðlilegt hvað eigendur fengu mikið að láni í bankanum. Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum stórfé, samkvæmt lánayfirliti bankans frá 25. september í fyrra. Sumt sem var án veða eða með Kaupþingshlutinn að veði. Nefna má Existu, félag Ólafs Ólafssonar, hlut Quatarmannsins Al-Thani, Kevin Stanford og Skúla Þorvaldsson. Financial Times segir í fyrirsögn fréttar um þetta að stærstu eigendurnir hafi rænt Kaupþing. En eigendurnir voru fleiri. Til að mynda áttu lífeyrissjóðir samanlagt mjög stóran hlut í bankanum; líklega yfir tíu prósent. Sex lífeyrissjóðir voru á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa bankans í ársbyrjun 2008. Sjóðirnir reyna að ávaxta peninga sjóðfélaga, eigenda sjóðanna, sem eru venjulegt launafólk. Og þeir eru margir sem greiða til sjóðanna. Hátt í 130 þúsund manns greiða reglulega í sjóði Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóð verslunarmanna og Gildis. Stjórnandi eins sjóðanna, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagðist hafa pirrast við að frétta af lánunum. Sér þætti þau ferleg og í raun ógeðfelld. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að upplýsingarnar úr lánabók Kaupþings hljóti að koma öllum á óvart. Það verði tæpast talið eðlilegt hvað hluthafar hafi fengið mikið lánað í bankanum, líklega til að viðhalda eða auka við hlut sinn í bankanum, auk stærstu viðskiptavinanna. Þá séu þetta mjög háar fjárhæðir. Þetta hafi líklega í för með sér að eignir þrotabús Kaupþings kunni að verða rýrari þegar upp verður staðið. Gunnar Páll Pálsson, fyrrverandi formaður VR, sat í stjórn Kaupþings, staðfesti við fréttastofu í dag að hann hefði vitað um hvernig lánunum var háttað. Hins vegar hafi lífeyrissjóðirnir almennt ekki vitað hvernig útlánamálum bankans var háttað. Hann sagðist ekki vilja tjá sig um hvort fjárfestinga sjóðfélaga lífeyrissjóðann hefði verið gætt með fullnægjandi hætti af hálfu Kaupþings. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Ógeðfellt og ferlegt eru orð sem stjórnandi lífeyrissjóðs notar til að lýsa útlánum Kaupþings til stærstu eigenda sinna. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir það varla geta talist eðlilegt hvað eigendur fengu mikið að láni í bankanum. Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum stórfé, samkvæmt lánayfirliti bankans frá 25. september í fyrra. Sumt sem var án veða eða með Kaupþingshlutinn að veði. Nefna má Existu, félag Ólafs Ólafssonar, hlut Quatarmannsins Al-Thani, Kevin Stanford og Skúla Þorvaldsson. Financial Times segir í fyrirsögn fréttar um þetta að stærstu eigendurnir hafi rænt Kaupþing. En eigendurnir voru fleiri. Til að mynda áttu lífeyrissjóðir samanlagt mjög stóran hlut í bankanum; líklega yfir tíu prósent. Sex lífeyrissjóðir voru á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa bankans í ársbyrjun 2008. Sjóðirnir reyna að ávaxta peninga sjóðfélaga, eigenda sjóðanna, sem eru venjulegt launafólk. Og þeir eru margir sem greiða til sjóðanna. Hátt í 130 þúsund manns greiða reglulega í sjóði Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóð verslunarmanna og Gildis. Stjórnandi eins sjóðanna, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagðist hafa pirrast við að frétta af lánunum. Sér þætti þau ferleg og í raun ógeðfelld. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að upplýsingarnar úr lánabók Kaupþings hljóti að koma öllum á óvart. Það verði tæpast talið eðlilegt hvað hluthafar hafi fengið mikið lánað í bankanum, líklega til að viðhalda eða auka við hlut sinn í bankanum, auk stærstu viðskiptavinanna. Þá séu þetta mjög háar fjárhæðir. Þetta hafi líklega í för með sér að eignir þrotabús Kaupþings kunni að verða rýrari þegar upp verður staðið. Gunnar Páll Pálsson, fyrrverandi formaður VR, sat í stjórn Kaupþings, staðfesti við fréttastofu í dag að hann hefði vitað um hvernig lánunum var háttað. Hins vegar hafi lífeyrissjóðirnir almennt ekki vitað hvernig útlánamálum bankans var háttað. Hann sagðist ekki vilja tjá sig um hvort fjárfestinga sjóðfélaga lífeyrissjóðann hefði verið gætt með fullnægjandi hætti af hálfu Kaupþings.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira