Erlent

Sakbitnir hundar bregðast við skömmum

Hvort þessir hundar séu sakbitnir skal ósagt látið.
Hvort þessir hundar séu sakbitnir skal ósagt látið. Mynd/Vilhelm

Nýleg rannsókn sem gerð var við Bernard-háskólann í New York hefur leitt í ljós að hið sakbitna augnaráð sem eigendur telja sig sjá hjá hundum sínum sé ímyndun ein. Þeir sem stóðu að rannsókninni töldu hundaeigendunum trú um að hundur þeirra hefði gert eitthvað af sér.

Allir eigendurnir þóttust geta greint hið sakbitna augnaráð hjá hundinum, jafnvel þótt dýrið hefði ekkert af sér gert. Rannsóknin leiddi því í ljós að hundarnir voru ekki þjakaðir af samviskubiti heldur aðeins að bregðast við skömmum húsbónda sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×