Vilja ekki segja upp áætlun og láni AGS 23. janúar 2009 03:30 Birkur J. Jónsson Varaformenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins taka ekki undir hugmyndir Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, um að til álita komi að segja upp efnahagsáætluninni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og afþakka lánafyrirgreiðslu úr þeirri átt. Hagfræðingur við Háskóla Íslands telur að slík ákvörðun væri hreint glapræði. steingrímur J. Sigfússon Steingrímur sagði í Kastljóssviðtali á miðvikudagskvöld að þingflokkur Vinstri grænna væri þeirrar skoðunar að æskilegast væri að komast út úr samkomulaginu við AGS og skila láni upp á tvo milljarða Bandaríkjadollara ef mögulegt væri. Þetta yrði til dæmis gert til að „losna undan þvingunarskilmálunum sem á okkur eru settir, til dæmis um þennan sársaukafulla niðurskurð í heilbrigðiskerfinu", eins og Steingrímur komst að orði. Hann tók fram að slík ákvörðun yrði ekki tekin í fljótheitum og í góðu samráði við AGS. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, telur það vera glapræði að segja upp efnahagsáætlun AGS. Aðkoma sjóðsins sé nánast aðgöngumiði Íslands til að vera gjaldgengt í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Að segja okkur frá samkomulaginu væri yfirlýsing um að við ætluðum ekki að taka á okkar málum á alþjóðavettvangi." Árni Páll Árnason Birkir J. Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist í fljótu bragði ekki getað tekið undir hugmynd Steingríms. „Það þarf að fara yfir öll þessi mál en staða Íslands er með þeim hætti að við þurfum utanaðkomandi aðstoð í þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir." Birkir telur að Steingrímur hafi ekki úttalað sig um þær hugmyndir sem hann viðraði í Kastljósinu enda hafi hann sagt að þetta þyrfti nánari skoðunar við. Ef til kæmi þá yrði það í samráði við þá flokka sem hefðu meirihluta hverju sinni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur það ekki raunhæfan kost að skila láni AGS. Stjórnmálamenn verði að horfast í augu við staðreyndir, og hún sé að engin önnur leið komi til greina til að endurreisa efnahagslífið en að halda sig við áætlun AGS, og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Katrín Júlíusdóttir „Þetta er eitthvað það óábyrgasta sem ég hef heyrt frá stjórnmálamanni," segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Það sé alveg ljóst að Samfylkingin muni ekki taka þátt í því að skila láni AGS. Aðrir heimildarmenn Fréttablaðsins taka fram að þessi orð Steingríms komi ekki í veg fyrir einhvers konar samstarf fram að kosningum í vor. Slíkt samstarf yrði væntanlega að taka á fyrirfram ákveðnum málum, og það að skila láni AGS verði væntanlega ekki eitt af þeim. svavar@frettabladid.is, brjann@frettabladid.is Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Varaformenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins taka ekki undir hugmyndir Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, um að til álita komi að segja upp efnahagsáætluninni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og afþakka lánafyrirgreiðslu úr þeirri átt. Hagfræðingur við Háskóla Íslands telur að slík ákvörðun væri hreint glapræði. steingrímur J. Sigfússon Steingrímur sagði í Kastljóssviðtali á miðvikudagskvöld að þingflokkur Vinstri grænna væri þeirrar skoðunar að æskilegast væri að komast út úr samkomulaginu við AGS og skila láni upp á tvo milljarða Bandaríkjadollara ef mögulegt væri. Þetta yrði til dæmis gert til að „losna undan þvingunarskilmálunum sem á okkur eru settir, til dæmis um þennan sársaukafulla niðurskurð í heilbrigðiskerfinu", eins og Steingrímur komst að orði. Hann tók fram að slík ákvörðun yrði ekki tekin í fljótheitum og í góðu samráði við AGS. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, telur það vera glapræði að segja upp efnahagsáætlun AGS. Aðkoma sjóðsins sé nánast aðgöngumiði Íslands til að vera gjaldgengt í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Að segja okkur frá samkomulaginu væri yfirlýsing um að við ætluðum ekki að taka á okkar málum á alþjóðavettvangi." Árni Páll Árnason Birkir J. Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist í fljótu bragði ekki getað tekið undir hugmynd Steingríms. „Það þarf að fara yfir öll þessi mál en staða Íslands er með þeim hætti að við þurfum utanaðkomandi aðstoð í þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir." Birkir telur að Steingrímur hafi ekki úttalað sig um þær hugmyndir sem hann viðraði í Kastljósinu enda hafi hann sagt að þetta þyrfti nánari skoðunar við. Ef til kæmi þá yrði það í samráði við þá flokka sem hefðu meirihluta hverju sinni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur það ekki raunhæfan kost að skila láni AGS. Stjórnmálamenn verði að horfast í augu við staðreyndir, og hún sé að engin önnur leið komi til greina til að endurreisa efnahagslífið en að halda sig við áætlun AGS, og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Katrín Júlíusdóttir „Þetta er eitthvað það óábyrgasta sem ég hef heyrt frá stjórnmálamanni," segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Það sé alveg ljóst að Samfylkingin muni ekki taka þátt í því að skila láni AGS. Aðrir heimildarmenn Fréttablaðsins taka fram að þessi orð Steingríms komi ekki í veg fyrir einhvers konar samstarf fram að kosningum í vor. Slíkt samstarf yrði væntanlega að taka á fyrirfram ákveðnum málum, og það að skila láni AGS verði væntanlega ekki eitt af þeim. svavar@frettabladid.is, brjann@frettabladid.is
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira