Innlent

Starfsfólk St. Jósefsspítala fordæmir vinnubrögð ráðherra

St. Jósefsspítali í Hafnarfirði.
St. Jósefsspítali í Hafnarfirði.

Starfsfólk St. Jósefsspítala og Sólvangurs lýsa yfir megnri óánægju og fordæma vinnubrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, í yfirlýsingu.

,,Við erum að gagnrýna samskiptaleysi og skort á upplýsingum til starfsfólks en óvissan hefur skapað óvissu kvíða um framtíð okkar og skjólstæðinga okkar," segir Ragnhildur Jóhannsdóttir deildarstjóri á skurðdeild spítalans.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að til standi að flytja ýmsa starfsemi frá St. Jósefsspítala yfir til annarra sjúkrahúsa. Rætt hefur verið um að breyta spítalanum í öldurnarstofnun. Ekki hefur þó verið tilkynnt um breytingarnar. ,,Stjórnendur vita ekkert frekar en við," segir Ragnhildur.

Ragnhildur segir að óvissan hafi áhrif á fjölda fólks sem bíði eftir að komast í aðgerðir á spítalanum. ,,Þær aðgerðir eru lítið framkvæmdar annars staðar," segir Ragnhildur og nefnir ýmsar kvensjúkdómaaðgerðir máli sínu til stuðnings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×