Innlent

Mestur hluti íslenskrar atvinnustarfsemi fjármagnaður erlendis

Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis.
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis.

„Ég held að meginhluti alls atvinnurekstrar sé fjármagnaður erlendis," segir Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, um ummæli forstjóra þriggja sjávarútvegsfyrirtækja, sem segja að Glitnir hafi fært veð í kvóta nokkurra stærstu útgerða landsins í hendur erlendra banka síðastliðið sumar.

„Ég tel að við höfum verið sviknir af formanni stjórnar bankans og framkvæmdastjóra, þeim Þorsteini Má Baldvinssyni og Lárusi Welding. Þeir lofuðu því að þetta kæmist ekki í hendur erlends aðila og skrifuðu undir það," sagði Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar, við fréttamann Stöðvar 2 í dag.

Þorsteinn Már vildi, í samtali við Vísi, ekkert segja til um það hvort loforð hefðu verið svikin. „Eins og ég segi, íslenskir bankar, hvort sem það eru gamlir bankar eða nýir bankar, fyrrverandi bankar eða núverandi bankar eru allir fjármagnaðir erlendis," sagði Þorsteinn Már.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×