Erlent

Efla eftirlit með glæpagengjum

Þýska lögreglan hyggst efla eftirlit með þýskum nýnasistum og félögum úr mótorhjólaklúbbnum Vítisenglum. Yfirvöld í þýskalandi hafa miklar áhyggjur af samvinnu þessa hópa. Þeir vinna náið saman í Berlin, Brandenburg, Sachsen-Anhalt, Sachsen, Baden-Württemberg og Hanover, eftir því sem fram kemur á vef Speigel. Ekki hefur þó verið greint frá neinum sérstökum aðgerðum sem lögreglan hyggst grípa til í eftirliti gegn þessum tveimur hópum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×