Enski boltinn

O´Neill er óglatt

Nordic Photos/Getty Images

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, sagði að sér hefði verið óglatt eftir að hans menn máttu sætta sig við 3-2 tap fyrir Manchester United á Old Trafford í dag.

O´Neill vildi meina að United menn hefðu gerst brotlegir í aðdraganda sigurmarksins sem hinn 17 ára gamli Federica Macheda skoraði í uppbótartíma.

"Mér fannst við ekki eiga þetta skilið. Mér fannst við spila mjög vel. Manni er óglatt eftir svona leiki. Mér fannst augljóslega brotið á Ashley Young í horninu í aðdraganda marksins. Dómararnir dæmdu okkur líka ranglega rangstæða þrisvar sinnum þegar við vorum komnir í gegn. Við getum tekið margt gott úr þessum leik, en mér fannst við ekki eiga þetta skilið," sagði On´Neill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×