Erlent

Öryggisgæsla hert í Þýskalandi vegna al-Qaeda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 4000 Þjóðverjar eru í Afganistan. Mynd/ AFP.
Um 4000 Þjóðverjar eru í Afganistan. Mynd/ AFP.
Öryggisgæsla hefur verið hert í Þýskalandi vegna myndskeiða sem hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa birt. Á myndskeiðunum hótar al-Qaeda árásum dragi Þjóðverjar ekki herlið sitt til baka frá Afganistan. Kosið er í Þýskalandi á sunnudag en einungis einn flokkur, Vinstri, er fylgjandi því að herlið Þjóðverða verði samstundis kvatt heim.

Um 4000 hermenn eru í Afganistan á vegum Þjóðverja, en þeir eru staðsettir í norðurhluta landsins þar sem minna hefur verið um ofbeldi en í Helmand og í öðrum héruðum, sunnarlega í landinu. Þrátt fyrir þetta hafa 35 hermenn látist og skoðanakannanir sýna að um 55% þjóðverja vilja kalla hermennina heim.

Á einu myndskeiðinu sem al-Qaeda hefur birt segir að í lýðræðisríki séu það kjósendur sem geti kvatt hermenn sína heim. „En ef Þjóðverjar ákveða að halda stríðinu áfram hafa þeir kveðið upp sinn eigin dóm," segir í myndskeiðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×