Erlent

Vill benda enda á stríðið í Afganistan

Bandarískur þingmaður telur að Bandaríkin verði að binda enda á stríðið í Afganistan. Hyggist Obama forseti „vinna" stríðið, þá verði átökin í Afganistan annað Víetnam.

Vitnað var í bandaríska leyniskýrslu um ástand mála í Afganistan í fréttum gærdagsins. Haft var eftir einum yfirmanna í Bandaríkjaher að brýnt væri að fjölga hermönnum þar, til að koma í veg fyrir að stríðið tapist. Liðsafli Bandaríkjamanna í landinu hefur samt sem áður næstum tvöfaldast frá í maí.

Bandaríski demókrataþingmaðurinn Dennis Kucinich, er aftur á móti á annarri skoðun. Hann segir að telji ríkisstjórn Obama að reyna eigi að vinna stríðið, þá verði bandaríkjamenn að búa sig undir annað Víetnam. Endalaus stríðsrekstur sé óviðunandi með öllu og þingið eigi ekki að sætta sig við það. Ef Obama neiti að hætta stríðinu, verði bandaríkjaþing, að gera það, með því skrúfa fyrir fjárheimildir og senda hermennina aftur heim til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×