Erlent

Kókaíni mokað til Evrópu gegnum Afríku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Kólumbískir og mexíkóskir eiturlyfjahringir hafa fært út kvíarnar og komið sér upp bækistöðvum í ýmsum Vestur-Afríkuríkjum til að auðvelda flutning kókaíns á evrópskan markað. Gínea-Bissau og hin svonefnda Gullströnd hafa sérstaklega orðið fyrir barðinu á kókaínflutningum og er nú svo komið að Gullströndin er uppnefnd Kókströndin. Þetta helgast af einföldum útreikningum, kókaín er dýrara í Evrópu en í Bandaríkjunum og löggæsla í vesturhluta Afríku er ekki upp á marga fiska. Kókaínneysla hefur þrefaldast á nokkrum árum í Evrópu á meðan hún hefur dregist saman um nær helming í Bandaríkjunum þar sem metamfetamín hefur hins vegar átt auknum vinsældum að fagna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×