Fjölnir skotspónn gríns í spurningaspili 31. desember 2009 06:00 „Ég var að spila spilið á jóladag og ég get sagt þér, að það var ekki mikil hamingja á bænum,“ segir athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson. Í spurningaspilinu Spurt að leikslokum er spurt um mann sem var atvinnumaður í snóker að eigin sögn og komst í fréttir fyrir frækið björgunarafrek, sem rataði í fréttir víða um heim. Svarið er að sjálfsögðu Fjölnir Þorgeirsson, en hann gerir athugasemd við orðalagið. „Ég hélt að í spurningaspilum ætti að spyrja um staðreyndir,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið atvinnumaður í snóker í fjögur ár, eða þangað til hann varð að hætta vegna axlarmeiðsla. Fjölnir hafði samband við höfunda spurninganna, lét óánægju sína í ljós og fékk frá þeim afsökunarbeiðni. „Þetta eru bara litlir töffarar – hvolpar með hundalæti. Eða hundar með hvolpalæti. Bara kjánar,“ segir Fjölnir. „Þeir eru búnir að breyta framleiðslunni.“ Ölvir Gíslason, annar höfunda spilsins, staðfestir að athugasemdir hafi borist frá Fjölni og segir að í næstu útgáfu verði þær teknar til greina, ásamt öðrum athugasemdum. Fjölnir virðist hafa verið höfundum spilsins hugleikinn þar sem honum bregður fyrir í einni spurningu í viðbót. Þar er spurt um órjúfanleg tengsl milli fréttasíðunnar Hestafréttir.is, sem Fjölnir ritstýrir, og kryddpíunnar Mel B, en hann átti í frægu ástarsambandi við hana fyrir nokkrum árum. Fjölnir tekur spurningunni létt og segist ekki kippa sér upp við hana. „Æi, það eru svo margir gæjar sem eru afbrýðisamir vegna þess að kallinn er flottari en þeir,“ segir Fjölnir. „Það er bara þeirra feill að vera ekki duglegri í ræktinni.“ - afb Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Ég var að spila spilið á jóladag og ég get sagt þér, að það var ekki mikil hamingja á bænum,“ segir athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson. Í spurningaspilinu Spurt að leikslokum er spurt um mann sem var atvinnumaður í snóker að eigin sögn og komst í fréttir fyrir frækið björgunarafrek, sem rataði í fréttir víða um heim. Svarið er að sjálfsögðu Fjölnir Þorgeirsson, en hann gerir athugasemd við orðalagið. „Ég hélt að í spurningaspilum ætti að spyrja um staðreyndir,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið atvinnumaður í snóker í fjögur ár, eða þangað til hann varð að hætta vegna axlarmeiðsla. Fjölnir hafði samband við höfunda spurninganna, lét óánægju sína í ljós og fékk frá þeim afsökunarbeiðni. „Þetta eru bara litlir töffarar – hvolpar með hundalæti. Eða hundar með hvolpalæti. Bara kjánar,“ segir Fjölnir. „Þeir eru búnir að breyta framleiðslunni.“ Ölvir Gíslason, annar höfunda spilsins, staðfestir að athugasemdir hafi borist frá Fjölni og segir að í næstu útgáfu verði þær teknar til greina, ásamt öðrum athugasemdum. Fjölnir virðist hafa verið höfundum spilsins hugleikinn þar sem honum bregður fyrir í einni spurningu í viðbót. Þar er spurt um órjúfanleg tengsl milli fréttasíðunnar Hestafréttir.is, sem Fjölnir ritstýrir, og kryddpíunnar Mel B, en hann átti í frægu ástarsambandi við hana fyrir nokkrum árum. Fjölnir tekur spurningunni létt og segist ekki kippa sér upp við hana. „Æi, það eru svo margir gæjar sem eru afbrýðisamir vegna þess að kallinn er flottari en þeir,“ segir Fjölnir. „Það er bara þeirra feill að vera ekki duglegri í ræktinni.“ - afb
Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira