Fjölnir skotspónn gríns í spurningaspili 31. desember 2009 06:00 „Ég var að spila spilið á jóladag og ég get sagt þér, að það var ekki mikil hamingja á bænum,“ segir athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson. Í spurningaspilinu Spurt að leikslokum er spurt um mann sem var atvinnumaður í snóker að eigin sögn og komst í fréttir fyrir frækið björgunarafrek, sem rataði í fréttir víða um heim. Svarið er að sjálfsögðu Fjölnir Þorgeirsson, en hann gerir athugasemd við orðalagið. „Ég hélt að í spurningaspilum ætti að spyrja um staðreyndir,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið atvinnumaður í snóker í fjögur ár, eða þangað til hann varð að hætta vegna axlarmeiðsla. Fjölnir hafði samband við höfunda spurninganna, lét óánægju sína í ljós og fékk frá þeim afsökunarbeiðni. „Þetta eru bara litlir töffarar – hvolpar með hundalæti. Eða hundar með hvolpalæti. Bara kjánar,“ segir Fjölnir. „Þeir eru búnir að breyta framleiðslunni.“ Ölvir Gíslason, annar höfunda spilsins, staðfestir að athugasemdir hafi borist frá Fjölni og segir að í næstu útgáfu verði þær teknar til greina, ásamt öðrum athugasemdum. Fjölnir virðist hafa verið höfundum spilsins hugleikinn þar sem honum bregður fyrir í einni spurningu í viðbót. Þar er spurt um órjúfanleg tengsl milli fréttasíðunnar Hestafréttir.is, sem Fjölnir ritstýrir, og kryddpíunnar Mel B, en hann átti í frægu ástarsambandi við hana fyrir nokkrum árum. Fjölnir tekur spurningunni létt og segist ekki kippa sér upp við hana. „Æi, það eru svo margir gæjar sem eru afbrýðisamir vegna þess að kallinn er flottari en þeir,“ segir Fjölnir. „Það er bara þeirra feill að vera ekki duglegri í ræktinni.“ - afb Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Ég var að spila spilið á jóladag og ég get sagt þér, að það var ekki mikil hamingja á bænum,“ segir athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson. Í spurningaspilinu Spurt að leikslokum er spurt um mann sem var atvinnumaður í snóker að eigin sögn og komst í fréttir fyrir frækið björgunarafrek, sem rataði í fréttir víða um heim. Svarið er að sjálfsögðu Fjölnir Þorgeirsson, en hann gerir athugasemd við orðalagið. „Ég hélt að í spurningaspilum ætti að spyrja um staðreyndir,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið atvinnumaður í snóker í fjögur ár, eða þangað til hann varð að hætta vegna axlarmeiðsla. Fjölnir hafði samband við höfunda spurninganna, lét óánægju sína í ljós og fékk frá þeim afsökunarbeiðni. „Þetta eru bara litlir töffarar – hvolpar með hundalæti. Eða hundar með hvolpalæti. Bara kjánar,“ segir Fjölnir. „Þeir eru búnir að breyta framleiðslunni.“ Ölvir Gíslason, annar höfunda spilsins, staðfestir að athugasemdir hafi borist frá Fjölni og segir að í næstu útgáfu verði þær teknar til greina, ásamt öðrum athugasemdum. Fjölnir virðist hafa verið höfundum spilsins hugleikinn þar sem honum bregður fyrir í einni spurningu í viðbót. Þar er spurt um órjúfanleg tengsl milli fréttasíðunnar Hestafréttir.is, sem Fjölnir ritstýrir, og kryddpíunnar Mel B, en hann átti í frægu ástarsambandi við hana fyrir nokkrum árum. Fjölnir tekur spurningunni létt og segist ekki kippa sér upp við hana. „Æi, það eru svo margir gæjar sem eru afbrýðisamir vegna þess að kallinn er flottari en þeir,“ segir Fjölnir. „Það er bara þeirra feill að vera ekki duglegri í ræktinni.“ - afb
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira