Enski boltinn

Ferguson óttast ekki Porto

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United, og Cristiano Ronaldo.
Alex Ferguson, stjóri United, og Cristiano Ronaldo. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist ekki óttast Porto fyrir síðara leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu sem fer fram í Portúgal annað kvöld.

Sagan er þó ekki á bandi United. Porto er ósigrað á heimavelli gegn enskum andstæðingum og státar af góðum árangri í Evrópuleikjum eftir að hafa gert jafntefli á útivelli í fyrri leik af tveimur. Porto hefur unnið sjö af átta slíkjum leikjum.

„Porto er mjög sókndjarft lið, sérstaklega á heimavelli," sagði Ferguson. „En þeir geta líka átt sína slæmu daga. Þeir töpuðu á heimavelli fyrir Dynamo Kiev í riðlakeppninni og töpuðu líka stórt fyrir Arsenal á útivelli."

Ferguson hefur átt misjöfnu gengi að fagna gegn Porto. „Þegar Eric Canton lék með liðinu unnum við þá 4-0 á heimavelli og gerðum marklaust jafntefli úti. Svo þegar við mættumst aftur var Jose Mourinho stjóri liðsins og þá gekk okkur ekki eins vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×