Erlent

Sex ára drengur lést í Betlehem

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Drengurinn varð fyrir dráttarvél.
Drengurinn varð fyrir dráttarvél.
Sex ára gamall drengur beið bana í velska þorpinu Betlehem eftir að hann varð fyrir dráttarvél föður síns á miðvikudagskvöld.

Dafydd Bowen hét drengurinn. Hann var sagður vera glaðlegur drengur. Hann var að leika sér bóndabýli foreldra sinna þegar slysið varð. Einungis þremur dögum áður hafði hann tekið þátt í skólaleikriti í Betlehem og söng þá í skólakórnum. Leikritið, sem var sett upp á bóndabýli í þorpinu, var tekið upp á myndskeið og sýnt á aðfangadagskvöld í Wales.

Eftir því sem fram kemur á Timesonline eru íbúar í Betlehem í Wales einungis 200 talsins. Þorpið heitir væntanlega eftir borg á Vesturbakkanum sem flestir kristnir menn hafa heyrt minnst á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×