Erlent

Minnst 40 ár fyrir að skipuleggja hryðjuverk

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Adam Khatib.
Adam Khatib.

Tuttugu og tveggja ára gamall breskur múslimi, Adam Khatib, var í gær fundinn sekur um að hafa, við fjórða mann, lagt á ráðin um að sprengja í loft upp farþegaþotu yfir Atlantshafi, á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Kviðdómur í málinu var rúma 31 klukkustund að komast að niðurstöðu. Hinir þrír voru fundnir sekir í september og taldi kviðdómur fangelsi í að minnsta kosti 40 ár hæfilega refsingu. Efni til sprengjugerðar og ýmis önnur áreiðanleg sönnunargögn eru talin taka af öll tvímæli um sekt fjórmenninganna. Dómur verður kveðinn upp klukkan hálfeitt í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×