Innlent

Leikskólastjórum boðið í kokteil - aðrir fá ekki jólagjafir

Á meðan jólagjafir til starfsmanna leikskóla Reykjavíkurborgar eru lagðar niður og leikskólasvið þarf að skera niður um fjögur prósent, býður sviðið leikskólastjórum upp á léttvín og meðlæti á besta útsýnisstað.

Nýverið fengu leikskólastarfsmenn borgarinnar tölvupóst þar sem þeim var sagt að ekkert verða af hinni árlega jólagjöf til starfsmanna, sem venjulega er konfektkassi. Starfsmenn eru beðnir um að sýna þessu skilning því aðhald sé mikilvægt á þessum síðustu og verstu og ekki sé verjandi að eyða í eitthvað bruðl.

Og starfsmennirnir sýndu þessu flestir skilning. Þeim brá þó hins vegar í brún þegar þeir heyrðu af kokteilboði sem leikskólasviðið hélt í Borgartúni. Leikskólakennurum og almennu starfsfólki var nefnilega ekki boðið. Bara leikskólastjórum og aðstoðarleikskólastjórum.

Boðið var upp á vín og meðlæti en partíið kostaði samkvæmt upplýsingum fréttastofum um 200 þúsund krónur.

Sem er náttúrulega ekki mikill peningur en samt næstum því helmingur af því sem það kostar að gefa öllu starfsfólkinu, ekki bara leikskólastjórum, jólagjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×