Innlent

Ungir sjúkraliðar mótmæla orðum heilbrigðisráðherra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ungir sjúkraliðar mótmæla orðum Álfheiðar Ingadóttur um að álag á Landspítala hafi ekki aukist. Mynd/ Valgarður.
Ungir sjúkraliðar mótmæla orðum Álfheiðar Ingadóttur um að álag á Landspítala hafi ekki aukist. Mynd/ Valgarður.
Stjórn Ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands segir það alrangt sem heilbrigðisráðherra hafi fullyrt um að álag á starfsfólk Landspítala hafi ekki aukist.

Segja ungir sjúkraliðar að á síðustu mánuðum hafi álag á starfsfólk aukist gríðarlega og þá ekki síst á sjúkraliðastéttina. Dæmi séu um allt að 75% fækkun sjúkraliða á vakt vegna þess hve fækkað hafi verið stöðum sjúkraliða og að ekki sé kallað út í stöður þeirra sem forfallist af hinum ýmsu ástæðum nema í algerum undantekningartilfellum.

Stjórn U-SLFÍ fullyrðir að þetta ógni bæði öryggi og heilsu heilbrigðisstarfsmanna og auki til muna hættu á að alvarleg mistök eða slys hljótis af. Þannig séu bein tengsl milli öryggi starfsmanna og skjólstæðinga þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×