Gengi krónunnar mun haldast lágt næstu ár ef ekki áratugi 10. desember 2009 18:36 Gengi krónunnar mun haldast lágt næstu ár ef ekki áratugi vegna versnandi skuldastöðu hins opinbera. Þetta kom fram í máli Seðlabankastjóra á blaðamannafundi í dag. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í dag um eitt prósentustig, úr 11 prósentum í tíu. Minnkandi verðbólga og stöðugt gengi krónunnar skýrir vaxtalækkunina að mestu - en lækkunin er þó meiri en spár gerðu ráð fyrir. Gengi krónunnar gagnvart evru hefur verið á bilinu 182 til 184 síðan í haust. Fram kom í máli seðlabankastjóra á blaðamannfundi í morgun að áframhaldandi gengisstöðugleiki muni ýta undir frekari vaxtalækkanir. Hann þó ekki von á því að krónan muni styrkjast verulega á næstu árum. „Í ljósi þess að Ísland náttúrulega verðu ansi skuldsett og þarf á viðskiptaafgangi að halda til þess að greiða niður skuldirnar þá liggur það í hlutarins eðli að krónan verður veikari heldur en ella," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Gengi krónunnar er nú 30 prósentum fyrir neðan meðaltal síðustu ára. „Væntanlega mun hún leita að þessu meðaltali yfir lengri tíma en það gæti tekið mörg ár eða jafnvel áratugi þess vegna," sagði Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. Myntkörfulánin eru því ekki að fara að lækka frekar en verð á innfluttum vörum. Þá setur þetta nokkur spurningarmerki við getu þjóðarbúsins til að ráða við Icesave skuldbindinguna. Í skriflegri umsöng Seðlabankans um Icesave samkomulagið frá því í júlí er gert ráð fyrir því að krónan muni styrkjast verulega á næstu árum. Samkomulagið sjálft felur þó í sér vítahring ef túlka má orð seðlabankastjóra- þar sem skuldabyrðin sjálf kemur í veg fyrir að gengisþróun verði Íslendingum hagstæð. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Gengi krónunnar mun haldast lágt næstu ár ef ekki áratugi vegna versnandi skuldastöðu hins opinbera. Þetta kom fram í máli Seðlabankastjóra á blaðamannafundi í dag. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í dag um eitt prósentustig, úr 11 prósentum í tíu. Minnkandi verðbólga og stöðugt gengi krónunnar skýrir vaxtalækkunina að mestu - en lækkunin er þó meiri en spár gerðu ráð fyrir. Gengi krónunnar gagnvart evru hefur verið á bilinu 182 til 184 síðan í haust. Fram kom í máli seðlabankastjóra á blaðamannfundi í morgun að áframhaldandi gengisstöðugleiki muni ýta undir frekari vaxtalækkanir. Hann þó ekki von á því að krónan muni styrkjast verulega á næstu árum. „Í ljósi þess að Ísland náttúrulega verðu ansi skuldsett og þarf á viðskiptaafgangi að halda til þess að greiða niður skuldirnar þá liggur það í hlutarins eðli að krónan verður veikari heldur en ella," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Gengi krónunnar er nú 30 prósentum fyrir neðan meðaltal síðustu ára. „Væntanlega mun hún leita að þessu meðaltali yfir lengri tíma en það gæti tekið mörg ár eða jafnvel áratugi þess vegna," sagði Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. Myntkörfulánin eru því ekki að fara að lækka frekar en verð á innfluttum vörum. Þá setur þetta nokkur spurningarmerki við getu þjóðarbúsins til að ráða við Icesave skuldbindinguna. Í skriflegri umsöng Seðlabankans um Icesave samkomulagið frá því í júlí er gert ráð fyrir því að krónan muni styrkjast verulega á næstu árum. Samkomulagið sjálft felur þó í sér vítahring ef túlka má orð seðlabankastjóra- þar sem skuldabyrðin sjálf kemur í veg fyrir að gengisþróun verði Íslendingum hagstæð.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira