Innlent

Sjálfstæðismenn vöruðu við skattahækkunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson kynnti sjónarmið sjálfstæðismanna í dag. Mynd/ Anton.
Bjarni Benediktsson kynnti sjónarmið sjálfstæðismanna í dag. Mynd/ Anton.
Sjálfstæðismenn héldu í dag opinn fund með Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins, þar sem hann kynnti afleiðingar fyrirhugaðra skattahækkana ríkisstjórnarinnar á heimilin í landinu. Þetta er upphaf að kynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn mun standa fyrir á næstu dögum og vikum.

Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt skattahækkanirnar. Þeir telja eðlilegra að taka skatt af séreignarsparnaði nú, en ekki þegar hann verður greiddur út. Segja sjálfstæðismenn að sú aðgerð hafi engin áhrif á greiðslur til félaga í séreignarsjóðum, hvorki í nútíð né í framtíð. Þeir fái nákvæmlega sömu upphæð í sinn hlut við útgreiðslu og hvort sem hún sé skattlögð nú eða síðar.

Sjálfstæðismenn segja það alveg ljóst að ráðstöfunartekjur allra heimila landsins muni dragast saman verði hugmyndir ríkisstjórnarinnar um hærri tekjuskatt í þrepaskiptu skattkerfi, hækkandi vörugjöld og virðisaukaskatt að veruleika. Þetta eigi einnig við um þá lægst launuðu sem ríkisstjórnin segist ætla að verja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×