Lífið

Wood talar fyrir dansandi mörgæs

Elijah Wood tala fyrir mörgæsina Mumble í Happy Feet 2.
Elijah Wood tala fyrir mörgæsina Mumble í Happy Feet 2.

Leikstjóri Happy Feet, vinsælu teiknimyndarinnar um hina dansandi mörgæs Mumble, er að undirbúa kvikmynd númer tvö. En ekki hvað. Myndin sló í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Kvikmyndavefur Empire greindi síðan frá því í gær að samningar hefðu tekist við bæði Elijah Wood og Robin Williams um að þeir endurtækju radd-rullur sínar. Wood talaði fyrir Mumble en Williams fór, að sjálfsögðu, á kostum sem Ramon.

Hollywood Reporter var fyrst með fréttirnar en þar kemur ekki fram hver söguþráðurinn verður. Hins vegar er vitað að þeir Wood og Williams verða í Ástralíu einhvern tímann snemma á næsta ári til að taka upp raddirnar sínar ef einhver skyldi hafa áhuga á því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.