Sport

DAKAR: Gull og silfur Volkswagen

Giniel de Villiers á Volkswagen var fljótastur allra í 14 daga Dakar rallinu.
Giniel de Villiers á Volkswagen var fljótastur allra í 14 daga Dakar rallinu. Mynd: AFP

Volkswagen lauk Dakar rallinu í Argentínu með sigri í bílaflokki. Suður Afríkumaðurinn Giniel de Villiers kom fyrstur í mark, en á eftir honum Ameríkumaðurinn Mark Mark Millier á samskonar bíl. Robby Gordon á Hummer varð þriðji.

Lengi vel leit út fyrir að Carlos Sainz myndi hafa sigur i Dakar, en hann velti bíl sínum ofan í árfarveg fyrir tveimur dögum. Þá var Volkswagen í fyrstu þremur sætunum.

Eftir veltu Sainz ákvað Volkswagen að ekki yrði slagur á milli ökumanna um fyrsta sætið. Í gær munaði aðeins tveimur mínútum á Villiers og Miller. Báðir sættu sig við ákvörðun keppnisstjóra liðsins, en litlar líkur voru á að Gordon á Hummer myndi ógna þeim. Hann var einni og hálfri klukkustund á eftir í upphafi dags. Gordon sprengdi svo dekk í dag og tapaði tíma.

Villiers ók samt af miklu kappi í dag, til að sýna hvað í honum býr. Hann náði besta tíma á síðustu sérleiðinni sem var á hraðri og flæðandi 100 km sérleið. Með sigrinum hefur Volkswagen brotið blað í sögu Dakar, því bíll með díslevél vann i fyrsta skipti í sögu rallsins. Villiers lauk mótinu 9 mínútum á undan liðsfélaganum Miller.

Mitsubishi sem hefur unnið Dakar rallið síðustu ár var í basli með nýjan sérsmíðaðan Lancer bíl og komst ekki á verðlaunapall að þessu sinni.

Norðmaður varð fjórði í rallinu, en Ivar Erik Tollefsen á Nissan varð rúmlega 6 klukkutímum á eftir fyrsta bíl, en hann ók bensínknúnum pallbíl. Minnstu munaði að hann færi sömu leið og Sainz fyrir tveimur dögum, en hann slapp með skrekkinn eftir viðvörun frá nærstöddum aðilum.

Lokastaðan

1. Giniel de Villiers Volkswagen 48:10:57

2. Mark Miller Volkswagen + 8:59

3. Robby Gordon Hummer + 1:46:15

4. Ivar Erik Tollefsen Nissan + 6:04:34

5. Krzysztof Holowczyc Nissan + 6:37:49

6. Dieter Depping Volkswagen + 8:43:29

7. Miroslav Zapletal Mitsubishi +11:03:08

8. Leonid Novitskiy BMW +13:15:13

9. Guerlain Chicherit BMW +14:49:49

10. Joan Roma Mitsubishi +17:27:46

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×