Landsvirkjun verði rannsökuð 15 ár aftur í tímann Magnús Már Guðmundsson skrifar 7. september 2009 12:35 Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Náttúruverndarsamtök Íslands telja brýnt að aðkoma Landsvirkjunar að ákvörðunum sveitarstjórna síðastliðin 10 til 15 ár um virkjanaframkvæmdir verði rannsakaðar í þaula. Samtökin hafa sent Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, bréf og vilja að hún hlutist til þannig að skipulagsbreytingar vegna virkjana í neðri Þjórsá verði gerðar ómerkar á grundvelli vanhæfis sveitarstjórnarmanna. Samgönguráðuneytið úrskurðaði fyrir helgi að Landsvirkjun hafi ekki mátt greiða fyrir skipulagsvinnu í Flóahreppi vegna virkjana í neðri Þjórsá. Umhverfisráðuneytið ákvað í framhaldinu skoða skipulagsmál í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í samtali við fréttastofu síðastliðin föstudag sagði Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, fyrirtækið ekki hafa brotið lög. Hann sagði að sér sýndist sem að samgönguráðuneytið hefði komið fram með nýja túlkun á lögunum.Ríkið og Landsvirkjun eitt „Lengi vel var ríkið og Landsvirkjun eitt og Landsvirkjun heimilt að greiða oddvitum laun í sveitarfélögum þar sem virkjanaframkvæmdir voru í undirbúningi. Það fyrirkomulag var aflagt en hefðin er því miður þung og Landsvirkjun hélt áfram í sama anda," sagði Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við fréttastofu í dag. Að mati samtakanna gekk Landsvirkjun með greiðslum sínum til sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi mun lengra en gert var við breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps.Ekki unnið með hagsmuni íbúa að leiðarljósi „Hvað varðar skipulagsvinnu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur Landsvirkjun gert skipulagsferlið að fjárhagslegu samkomulagsatriði við einstaka sveitarstjórnarmenn án vitundar umbjóðenda þeirra," segir í bréfi Náttúruverndarsamtakanna til umhverfisráðherra. Þar segir jafnframt að við slíkar aðstæður sé erfitt að halda því fram að sveitarstjórnarmenn vinni með hagsmuni íbúa hreppsins að leiðarljósi. Samtökin skora á umhverfisráðherra að beita sér fyrir því að skipulagslögum og lögum um Landsvirkjun verði breytt þannig að skýrt verði kveðið á um að ákvarðanir um virkjanir og skipulagsmál þeirra vegna sé á höndum viðkomandi ráðuneyta og stofnanna þeirra. „Ennfremur, að Landsvirkjun verði beinlínis bannað að hafa áhrif á ákvörðunartöku um virkjana- og skipulagsmál með með beinum eða óbeinum greiðslum til sveitarfélaga eða einstakra sveitarstjórnarmanna." Tengdar fréttir Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu „Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn. 2. september 2009 19:38 Landsvirkjun braut lög með greiðslum Landsvirkjun braut lög með því að greiða fyrir skipulagsvinnu Flóahrepps, vegna virkjana í Neðri-Þjórsá. Þetta kemur fram í úrskurði samgönguráðuneytisins. Samkvæmt úrskurðinum er engin heimild í lögum fyrir því að Landsvirkjun greiði sveitarfélögum fyrir vinnu við aðalskipulag. 4. september 2009 12:33 Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2. september 2009 21:30 Forstjóri Landsvirkjunar: Við brutum ekki lög Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað að Landsvirkjun hafi brotið lög með því að greiða fyrir skipulag vegna virkjana við Neðri-Þjórsá. Forstjóri Landsvirkjunar telur þetta nýja túlkun á lögum. 4. september 2009 18:41 Landsvirkjun greiddi sveitarstjórnarmönnum fyrir skipulagsvinnu Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, segir fyrrverandi sveitarstjóri. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun, í gegnum hreppinn, en er ósáttur við að vera sakaður um mútuþægni. 2. september 2009 18:30 Ráðherra kallar eftir upplýsingum um mál Landsvirkjunar Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, mun á næstu dögum óska eftir frekari upplýsingum vegna skipulagstillögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það er gert í ljósi úrskurðar samgönguráðuneytisins um að Flóahreppi hafi ekki verið heimilt að semja við Landsvirkjun um greiðslu kostnaðar vegna skipulagsvinnu sveitarfélagsins vegna virkjana við Neðri-Þjórsá. Í samtali við fréttastofu sagðist Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, telja þetta vera nýja túlkun á lögum. 4. september 2009 18:55 Flóahreppur fékk einnig greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu Flóahreppur, hefur eins og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, fengið greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að greiðslur til sveitarfélaganna séu að öllu í samræmi við lög og vísar því á bug að þær séu óeðlilegar. 3. september 2009 12:28 Ekki mútugreiðslur „Þarna er lítið sveitarfélag að takast á við gríðarlega stórt verkefni sem kostar mjög mikið og það er ekkert óeðlilegt að það sé farið fram á það við framkvæmdaaðila að hann greiði kostnað sem fellur á sveitarfélagið," segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra virkjana. Ekki sé um mútugreiðslur að ræða. 3. september 2009 11:28 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands telja brýnt að aðkoma Landsvirkjunar að ákvörðunum sveitarstjórna síðastliðin 10 til 15 ár um virkjanaframkvæmdir verði rannsakaðar í þaula. Samtökin hafa sent Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, bréf og vilja að hún hlutist til þannig að skipulagsbreytingar vegna virkjana í neðri Þjórsá verði gerðar ómerkar á grundvelli vanhæfis sveitarstjórnarmanna. Samgönguráðuneytið úrskurðaði fyrir helgi að Landsvirkjun hafi ekki mátt greiða fyrir skipulagsvinnu í Flóahreppi vegna virkjana í neðri Þjórsá. Umhverfisráðuneytið ákvað í framhaldinu skoða skipulagsmál í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í samtali við fréttastofu síðastliðin föstudag sagði Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, fyrirtækið ekki hafa brotið lög. Hann sagði að sér sýndist sem að samgönguráðuneytið hefði komið fram með nýja túlkun á lögunum.Ríkið og Landsvirkjun eitt „Lengi vel var ríkið og Landsvirkjun eitt og Landsvirkjun heimilt að greiða oddvitum laun í sveitarfélögum þar sem virkjanaframkvæmdir voru í undirbúningi. Það fyrirkomulag var aflagt en hefðin er því miður þung og Landsvirkjun hélt áfram í sama anda," sagði Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við fréttastofu í dag. Að mati samtakanna gekk Landsvirkjun með greiðslum sínum til sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi mun lengra en gert var við breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps.Ekki unnið með hagsmuni íbúa að leiðarljósi „Hvað varðar skipulagsvinnu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur Landsvirkjun gert skipulagsferlið að fjárhagslegu samkomulagsatriði við einstaka sveitarstjórnarmenn án vitundar umbjóðenda þeirra," segir í bréfi Náttúruverndarsamtakanna til umhverfisráðherra. Þar segir jafnframt að við slíkar aðstæður sé erfitt að halda því fram að sveitarstjórnarmenn vinni með hagsmuni íbúa hreppsins að leiðarljósi. Samtökin skora á umhverfisráðherra að beita sér fyrir því að skipulagslögum og lögum um Landsvirkjun verði breytt þannig að skýrt verði kveðið á um að ákvarðanir um virkjanir og skipulagsmál þeirra vegna sé á höndum viðkomandi ráðuneyta og stofnanna þeirra. „Ennfremur, að Landsvirkjun verði beinlínis bannað að hafa áhrif á ákvörðunartöku um virkjana- og skipulagsmál með með beinum eða óbeinum greiðslum til sveitarfélaga eða einstakra sveitarstjórnarmanna."
Tengdar fréttir Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu „Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn. 2. september 2009 19:38 Landsvirkjun braut lög með greiðslum Landsvirkjun braut lög með því að greiða fyrir skipulagsvinnu Flóahrepps, vegna virkjana í Neðri-Þjórsá. Þetta kemur fram í úrskurði samgönguráðuneytisins. Samkvæmt úrskurðinum er engin heimild í lögum fyrir því að Landsvirkjun greiði sveitarfélögum fyrir vinnu við aðalskipulag. 4. september 2009 12:33 Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2. september 2009 21:30 Forstjóri Landsvirkjunar: Við brutum ekki lög Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað að Landsvirkjun hafi brotið lög með því að greiða fyrir skipulag vegna virkjana við Neðri-Þjórsá. Forstjóri Landsvirkjunar telur þetta nýja túlkun á lögum. 4. september 2009 18:41 Landsvirkjun greiddi sveitarstjórnarmönnum fyrir skipulagsvinnu Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, segir fyrrverandi sveitarstjóri. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun, í gegnum hreppinn, en er ósáttur við að vera sakaður um mútuþægni. 2. september 2009 18:30 Ráðherra kallar eftir upplýsingum um mál Landsvirkjunar Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, mun á næstu dögum óska eftir frekari upplýsingum vegna skipulagstillögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það er gert í ljósi úrskurðar samgönguráðuneytisins um að Flóahreppi hafi ekki verið heimilt að semja við Landsvirkjun um greiðslu kostnaðar vegna skipulagsvinnu sveitarfélagsins vegna virkjana við Neðri-Þjórsá. Í samtali við fréttastofu sagðist Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, telja þetta vera nýja túlkun á lögum. 4. september 2009 18:55 Flóahreppur fékk einnig greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu Flóahreppur, hefur eins og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, fengið greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að greiðslur til sveitarfélaganna séu að öllu í samræmi við lög og vísar því á bug að þær séu óeðlilegar. 3. september 2009 12:28 Ekki mútugreiðslur „Þarna er lítið sveitarfélag að takast á við gríðarlega stórt verkefni sem kostar mjög mikið og það er ekkert óeðlilegt að það sé farið fram á það við framkvæmdaaðila að hann greiði kostnað sem fellur á sveitarfélagið," segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra virkjana. Ekki sé um mútugreiðslur að ræða. 3. september 2009 11:28 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu „Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn. 2. september 2009 19:38
Landsvirkjun braut lög með greiðslum Landsvirkjun braut lög með því að greiða fyrir skipulagsvinnu Flóahrepps, vegna virkjana í Neðri-Þjórsá. Þetta kemur fram í úrskurði samgönguráðuneytisins. Samkvæmt úrskurðinum er engin heimild í lögum fyrir því að Landsvirkjun greiði sveitarfélögum fyrir vinnu við aðalskipulag. 4. september 2009 12:33
Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2. september 2009 21:30
Forstjóri Landsvirkjunar: Við brutum ekki lög Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað að Landsvirkjun hafi brotið lög með því að greiða fyrir skipulag vegna virkjana við Neðri-Þjórsá. Forstjóri Landsvirkjunar telur þetta nýja túlkun á lögum. 4. september 2009 18:41
Landsvirkjun greiddi sveitarstjórnarmönnum fyrir skipulagsvinnu Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, segir fyrrverandi sveitarstjóri. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun, í gegnum hreppinn, en er ósáttur við að vera sakaður um mútuþægni. 2. september 2009 18:30
Ráðherra kallar eftir upplýsingum um mál Landsvirkjunar Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, mun á næstu dögum óska eftir frekari upplýsingum vegna skipulagstillögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það er gert í ljósi úrskurðar samgönguráðuneytisins um að Flóahreppi hafi ekki verið heimilt að semja við Landsvirkjun um greiðslu kostnaðar vegna skipulagsvinnu sveitarfélagsins vegna virkjana við Neðri-Þjórsá. Í samtali við fréttastofu sagðist Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, telja þetta vera nýja túlkun á lögum. 4. september 2009 18:55
Flóahreppur fékk einnig greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu Flóahreppur, hefur eins og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, fengið greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að greiðslur til sveitarfélaganna séu að öllu í samræmi við lög og vísar því á bug að þær séu óeðlilegar. 3. september 2009 12:28
Ekki mútugreiðslur „Þarna er lítið sveitarfélag að takast á við gríðarlega stórt verkefni sem kostar mjög mikið og það er ekkert óeðlilegt að það sé farið fram á það við framkvæmdaaðila að hann greiði kostnað sem fellur á sveitarfélagið," segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra virkjana. Ekki sé um mútugreiðslur að ræða. 3. september 2009 11:28