Erlent

Fundi Gates og al-Maliki aflýst

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fundi Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sem halda átti í gærkvöldi, var aflýst með stuttum fyrirvara. Ástæðan var að forsætisráðherra var boðaður á fund þingsins til að ræða sprengjutilræðin í borginni á þriðjudag sem urðu tæplega 130 manns að bana. Gert er ráð fyrir að fundurinn fari fram í dag í staðinn. Stefnt er að því að hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna í Írak ljúki undir haust 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×