Fjarvera Páls Óskars heggur skarð í plötusölu 11. desember 2009 06:30 Páll Óskar hefur selt meira en 32 þúsund plötur frá árinu 2007 en er ekki með nýja plötu í ár og það sést, plötusala fer hægar af stað í ár en fyrri ár. Ásmundur Jónsson, formaður Félags hljómplötuframleiðenda, býst þó við að salan eflist mjög mikið fyrir jól. „Það eru ekki sambærilegir titlar á markaðinum í ár, eins og í fyrra þegar Páll Óskar var til dæmis að selja gríðarlega vel,“ segir Ásmundur Jónsson, formaður Félags hljómplötuframleiðenda. Páll Óskar Hjálmtýsson er ekki með í jólaplötuflóðinu í ár, eins og síðustu ár. Páll hefur selt plöturnar Allt fyrir ástina og Silfursafnið í meira en 32.000 eintökum síðustu tvö ár og í fyrra voru plötur hans þrjú prósent af öllum seldum plötum. Fjarvera hans ætti því að skila sér í dræmari plötusölu en ella, þó að það megi ekki gera lítið úr áhrifum kreppunnar. Ásmundur telur að salan í ár fari almennt seinna í gang en oft áður. „En ég hef þá trú að hún eflist mjög mikið síðustu þrjár vikurnar fyrir jól. Mér finnst þunginn hafa stigmagnast að undanförnu,“ segir hann. „Það á að fara að veita Hjálmum gullplötu, þannig að íslenskar plötur eru enn þá að seljast í ágætis magni.“ Páll Óskar var að vonum hissa og hrærður yfir áhrifamætti tónlistar sinnar í samtali við Fréttablaðið. „Ég vona svo sannarlega að fólk flykkist í plötubúðir og splæsi í plötur í jólagjöf – þetta eru hinar bestu gjafir,“ segir hann og bendir sérstaklega á nýjar plötur hljómsveitanna Hjaltalín og Bloodgroup. Þá segist hann búast við að Vinalagaplata Friðriks Ómars og Jógvans seljist vel, þar sem hún höfðar til fjölbreytts hóps. Það stendur heima, platan er ein sú söluhæsta á árinu og gæti endað á toppnum yfir árið. Spurður hvort hann ætli að demba sér aftur í slaginn á næsta ári og gefa út plötu segist Páll Óskar vona það. „Auðvitað væri algjör draumur að geta gefið út plötu í fullri lengd, en ég ætla samt ekki að stressa mig á því,“ segir hann. „Ég ætla frekar að gefa út smáskífur með myndböndum og sjá svo til hvort það sé komið nóg af efni til að taka þátt í jólaslagnum 2010. Mér liggur ekkert á. Ég vil ekki að næsta plata komi út fyrr en hún verður orðin góð og þar verð ég að treysta eigin dómgreind.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Það eru ekki sambærilegir titlar á markaðinum í ár, eins og í fyrra þegar Páll Óskar var til dæmis að selja gríðarlega vel,“ segir Ásmundur Jónsson, formaður Félags hljómplötuframleiðenda. Páll Óskar Hjálmtýsson er ekki með í jólaplötuflóðinu í ár, eins og síðustu ár. Páll hefur selt plöturnar Allt fyrir ástina og Silfursafnið í meira en 32.000 eintökum síðustu tvö ár og í fyrra voru plötur hans þrjú prósent af öllum seldum plötum. Fjarvera hans ætti því að skila sér í dræmari plötusölu en ella, þó að það megi ekki gera lítið úr áhrifum kreppunnar. Ásmundur telur að salan í ár fari almennt seinna í gang en oft áður. „En ég hef þá trú að hún eflist mjög mikið síðustu þrjár vikurnar fyrir jól. Mér finnst þunginn hafa stigmagnast að undanförnu,“ segir hann. „Það á að fara að veita Hjálmum gullplötu, þannig að íslenskar plötur eru enn þá að seljast í ágætis magni.“ Páll Óskar var að vonum hissa og hrærður yfir áhrifamætti tónlistar sinnar í samtali við Fréttablaðið. „Ég vona svo sannarlega að fólk flykkist í plötubúðir og splæsi í plötur í jólagjöf – þetta eru hinar bestu gjafir,“ segir hann og bendir sérstaklega á nýjar plötur hljómsveitanna Hjaltalín og Bloodgroup. Þá segist hann búast við að Vinalagaplata Friðriks Ómars og Jógvans seljist vel, þar sem hún höfðar til fjölbreytts hóps. Það stendur heima, platan er ein sú söluhæsta á árinu og gæti endað á toppnum yfir árið. Spurður hvort hann ætli að demba sér aftur í slaginn á næsta ári og gefa út plötu segist Páll Óskar vona það. „Auðvitað væri algjör draumur að geta gefið út plötu í fullri lengd, en ég ætla samt ekki að stressa mig á því,“ segir hann. „Ég ætla frekar að gefa út smáskífur með myndböndum og sjá svo til hvort það sé komið nóg af efni til að taka þátt í jólaslagnum 2010. Mér liggur ekkert á. Ég vil ekki að næsta plata komi út fyrr en hún verður orðin góð og þar verð ég að treysta eigin dómgreind.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira