Erlent

Íranar grunaðir um að lauma tækjum gegnum Taívan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Loftmynd af leynilegri auðgunarverksmiðju Írana.
Loftmynd af leynilegri auðgunarverksmiðju Írana.

Embættismenn Sameinuðu þjóðanna rannsaka nú vísbendingar um að Íranar noti fyrirtæki í Taívan til að smygla búnaði í kjarnorkusprengjur til Írans. Nýleg gögn ýmissa leyniþjónusta benda til þess að embættismenn frá íranska varnarmálaráðuneytinu hafi átt marga fundi með yfirmönnum þessara fyrirtækja og meðal annars samið þar um kaup á mörg hundruð einingum af sérstökum þrýstibúnaði sem meðal annars má nota til að framleiða úran á því stigi sem nothæft er til kjarnavopna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×