Erlent

Borgarstarfsmenn handteknir vegna dauða 47 barna

47 börn létust vegna eldsvoða.
47 börn létust vegna eldsvoða.

Sjö opinberir starfsmenn í Sonora borg í Mexíkó hafa verið handteknir fyrir að hafa óbeint orðið valdir að dauða 47 barna sem létust í eldsvoða á barnaheimili fyrr í mánuðinum.

Börnin voru öll á dagheimili sem var í vöruskemmu við hlið dekkjaverkstæðis. Talið er að það hafi kviknað í loftræstingu með hörmulegum afleiðingum.

Alls dóu 30 börn í eldsvoðanum. Hin dóu vegna brunasára. Það síðasta lést á sunnudaginn.

Starfsmennirnir eiga að hafa vanrækt hlutverk sitt varðandi dagheimilið en engar ráðstafanir höfðu verið gerðar ef ske kynni að eldu kviknaði í húsnæðinu.

Saksóknari sagði á blaðamannafundi að húsnæðið hefði heyrt beint undir þessa starfsmenn, því væru þeir ábyrgir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×