Þóra Björk í tónlist á eigin forsendum 28. september 2009 06:00 Angurvær og Vongóð Þóra Björk segist vera tré. Fréttablaðið/stefán Sólóplatan I Am a Tree Now er frumraun Þóru Bjarkar Þórðardóttur. Lögin á plötunni má flokka sem alternatíft popp-rokk þar sem djass, þjóðlagafílingur, kántrí og blágresi svífa yfir vötnum. „Ég byrjaði níu ára að læra á gítar og var að semja smá rokk sem unglingur,“ segir Þóra. „Ég hafði samt ekki nógu mikla trú á því og fór ekki að semja lög aftur fyrr en árið 2004 þegar ég var búin að vera í námi í FÍH í þrjú ár.“ Þóra útskrifaðist 2007 og var í hljómsveitinni Þel sem spilaði þjóðlagamúsik í anda Fairport Convention. Þel lagði upp laupana í miðri demógerð. „Ég er búin að vera að spila á pöbbum með nýju bandi, bæði mína tónlist og kóverlög og svo er ég að safna fyrir því að halda útgáfutónleika af því ég vil geta borgað fólkinu sem spilar með mér.“ Þóra segir það aldrei hafa freistað sín mikið að fara í Idol-keppnina. „Það var þrýst á mig á tímabili og ég neita því ekki að það var aðeins freistandi að kynna sig, en samt var maður hræddur við Idol-stimpilinn. Ég beit það snemma í mig að gera tónlistina á mínum eigin forsendum og það endaði með því að ég gaf plötuna meira að segja út sjálf.“ Þóra kallar útgáfuna Happy Records og segir að platan verði kynnt í auglýsingaherferð hjá Ariel Hyatt á netinu. Ariel er frá New York og var með „meik-námskeið“ á Íslandi sem Þóra sótti. Tónlist Þóru er angurvær, tregafull og vongóð. Lag hennar „Sólarylur“ varð í öðru sæti í baráttu- og bjartsýnislagakeppni Rásar 2 í sumar. „Það er pínu epík í þessu, mörg lögin eru lengri en gengur og gerist,“ segir hún. Þóra er með hörku spilara með sér, meðal annars Kjartan Valdemarsson og Birgi Bragason. Hildur Ársælsdóttir og Sólrún Sumarliðadóttir úr Amiinu leika einnig á fiðlu, sög og selló. Og textarnir? „Þetta er trjá-plata um mannlega náttúru,“ segir Þóra hlæjandi og vísar til titilsins, Núna er ég tré.- drg Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Sólóplatan I Am a Tree Now er frumraun Þóru Bjarkar Þórðardóttur. Lögin á plötunni má flokka sem alternatíft popp-rokk þar sem djass, þjóðlagafílingur, kántrí og blágresi svífa yfir vötnum. „Ég byrjaði níu ára að læra á gítar og var að semja smá rokk sem unglingur,“ segir Þóra. „Ég hafði samt ekki nógu mikla trú á því og fór ekki að semja lög aftur fyrr en árið 2004 þegar ég var búin að vera í námi í FÍH í þrjú ár.“ Þóra útskrifaðist 2007 og var í hljómsveitinni Þel sem spilaði þjóðlagamúsik í anda Fairport Convention. Þel lagði upp laupana í miðri demógerð. „Ég er búin að vera að spila á pöbbum með nýju bandi, bæði mína tónlist og kóverlög og svo er ég að safna fyrir því að halda útgáfutónleika af því ég vil geta borgað fólkinu sem spilar með mér.“ Þóra segir það aldrei hafa freistað sín mikið að fara í Idol-keppnina. „Það var þrýst á mig á tímabili og ég neita því ekki að það var aðeins freistandi að kynna sig, en samt var maður hræddur við Idol-stimpilinn. Ég beit það snemma í mig að gera tónlistina á mínum eigin forsendum og það endaði með því að ég gaf plötuna meira að segja út sjálf.“ Þóra kallar útgáfuna Happy Records og segir að platan verði kynnt í auglýsingaherferð hjá Ariel Hyatt á netinu. Ariel er frá New York og var með „meik-námskeið“ á Íslandi sem Þóra sótti. Tónlist Þóru er angurvær, tregafull og vongóð. Lag hennar „Sólarylur“ varð í öðru sæti í baráttu- og bjartsýnislagakeppni Rásar 2 í sumar. „Það er pínu epík í þessu, mörg lögin eru lengri en gengur og gerist,“ segir hún. Þóra er með hörku spilara með sér, meðal annars Kjartan Valdemarsson og Birgi Bragason. Hildur Ársælsdóttir og Sólrún Sumarliðadóttir úr Amiinu leika einnig á fiðlu, sög og selló. Og textarnir? „Þetta er trjá-plata um mannlega náttúru,“ segir Þóra hlæjandi og vísar til titilsins, Núna er ég tré.- drg
Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning