Lífið

Lærði að hekla í nikótínleysi

Sara McMahon skrifar
Philippe Clause lærði að hekla hjá vinkonu sinni fyrir tæpu ári og hefur varla lagt frá sér heklunálina síðan.
Philippe Clause lærði að hekla hjá vinkonu sinni fyrir tæpu ári og hefur varla lagt frá sér heklunálina síðan. Vísir/Stefán
Philipppe Clause er franskur að uppruna en hefur verið búsettur á Íslandi síðastliðin þrjú ár.

Fyrir ári síðan lærði hann að hekla hjá vinkonu sinni og hefur síðan þá verið óþreytandi við að skapa hina ýmsu hluti.

„Tölvan mín bilaði í fyrra og ég var að hætta að reykja á sama tíma þannig að ég varð að finna mér eitthvað til dundurs. Vinkona mín hefur verið dugleg að hekla og hún kenndi mér nokkur spor og mér fannst þetta svo skemmtilegt og auðvelt að ég hef eiginlega ekki lagt heklunálina frá mér síðan þá,“ útskýrir Philippe.

Hann hefur meðal annars verið að hekla búninga fyrir stuttmynd, skúlptúra fyrir sýningu listamannsins Josefs Marzolla í New York borg og skemmtileg sjöl.

Philippe segist ánægður með lífið á Íslandi og hyggst dvelja hér eitthvað áfram. „Mér fannst ég fastur í sama farinu heima í Frakklandi. Ég átti vinkonu sem hafði dvalið á Íslandi í hálft ár og hún var svo fersk og full af lífi þegar hún kom til baka og ég hugsaði með mér að þetta væri einmitt það sem ég þurfti. Stuttu seinna var ég sjálfur á leið til Íslands og ég er hér enn,“ segir Philippe að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.