EINAR MÁR OG GUNNAR BJARNI SNÚA BÖKUM SAMAN 7. nóvember 2009 06:00 einar már og gunnar bjarni Einar Már og Gunnar Bjarni hafa sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar.fréttablaðið/vilhelm Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. Vinnan við plötuna tók um það bil tvo mánuði og voru lögin spiluð af fingrum fram með gömlum hljóðfærum úr eigu gítarleikarans til þess að ná upp rétta andrúmsloftinu. Þrátt fyrir að samstarf þeirra Einars Más og Gunnars Bjarna sé harla óvenjulegt virðast þeir hafa smollið vel saman. „Ég vissi mjög vel af tónlist Gunnars. Þegar hann kom til liðs við mig fannst mér það gott val því ég hef alltaf fílað Jet Black Joe og hvað lögin þeirra hafa lifað tímans tönn," segir Einar Már. Hann telur að líkja megi verkefninu, upp að vissu marki, við gæfuríkt samstarf ljóðskáldsins Peters Ronald Brown og Jack Bruce úr Cream og einnig samstarf Roberts C. Hunter og hljómsveitarinnar Grateful Dead. Einar Már les upp nokkur ljóðanna á plötunni og fóru þær upptökur fram í dúfnakofa sem er í hljóðveri Gunnars Bjarna. Minnti stemningin þá félaga stundum á ljóðalestur Jims Morrison á plötu hans An American Prayer. „Þær veita manni hugarró. Maður var með þetta þegar maður var yngri," segir Gunnar Bjarni um dúfurnar og telur það fullkomlega eðlilegt að hafa kofann í hljóðverinu, enda spila dúfurnar sína rullu á plötunni. Nokkrum árum áður en Gunnar Bjarni kom að verkefninu var hann beðinn um að semja lag við ljóð úr ljóðabók Einars, Ég stytti mér leið fram hjá dauðanum. Þar með hófst samstarf þeirra tveggja. Eftir efnahagshrunið varð Einar Már mjög áberandi í fjölmiðlum. „Einar virtist vera alls staðar og þegar hann spurði hvort ég væri til í að koma í þetta verkefni sagði ég já. Þetta var mikil áskorun fyrir mig," segir Gunnar Bjarni og er ánægður með samstarfið. „Auðvitað þurfti ég að fíla ljóðin hans og eftir að ég kláraði þetta er ég búinn að átta mig á því að það er rosalega gott að hafa góð ljóð við lögin mín," segir hann og brosir. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. Vinnan við plötuna tók um það bil tvo mánuði og voru lögin spiluð af fingrum fram með gömlum hljóðfærum úr eigu gítarleikarans til þess að ná upp rétta andrúmsloftinu. Þrátt fyrir að samstarf þeirra Einars Más og Gunnars Bjarna sé harla óvenjulegt virðast þeir hafa smollið vel saman. „Ég vissi mjög vel af tónlist Gunnars. Þegar hann kom til liðs við mig fannst mér það gott val því ég hef alltaf fílað Jet Black Joe og hvað lögin þeirra hafa lifað tímans tönn," segir Einar Már. Hann telur að líkja megi verkefninu, upp að vissu marki, við gæfuríkt samstarf ljóðskáldsins Peters Ronald Brown og Jack Bruce úr Cream og einnig samstarf Roberts C. Hunter og hljómsveitarinnar Grateful Dead. Einar Már les upp nokkur ljóðanna á plötunni og fóru þær upptökur fram í dúfnakofa sem er í hljóðveri Gunnars Bjarna. Minnti stemningin þá félaga stundum á ljóðalestur Jims Morrison á plötu hans An American Prayer. „Þær veita manni hugarró. Maður var með þetta þegar maður var yngri," segir Gunnar Bjarni um dúfurnar og telur það fullkomlega eðlilegt að hafa kofann í hljóðverinu, enda spila dúfurnar sína rullu á plötunni. Nokkrum árum áður en Gunnar Bjarni kom að verkefninu var hann beðinn um að semja lag við ljóð úr ljóðabók Einars, Ég stytti mér leið fram hjá dauðanum. Þar með hófst samstarf þeirra tveggja. Eftir efnahagshrunið varð Einar Már mjög áberandi í fjölmiðlum. „Einar virtist vera alls staðar og þegar hann spurði hvort ég væri til í að koma í þetta verkefni sagði ég já. Þetta var mikil áskorun fyrir mig," segir Gunnar Bjarni og er ánægður með samstarfið. „Auðvitað þurfti ég að fíla ljóðin hans og eftir að ég kláraði þetta er ég búinn að átta mig á því að það er rosalega gott að hafa góð ljóð við lögin mín," segir hann og brosir. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira