Innlent

Kröfufundur á morgun

Frá kröfufundi Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir hálfum mánuði.
Frá kröfufundi Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir hálfum mánuði. Mynd/Friðrik Þór Halldórsson
Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland boða til kröfufundar á morgun klukkan 15 á Austurvelli. Helstu kröfur fundarins eru leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, að veð takmarkist við veðandlag og að skuldir fyrnist á 5 árum.

Ræðumenn eru Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, Friðrik Ó. Friðriksson formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×