Innlent

Brotist inn í Grafarvogi

Brotist var inn í einbýlishús í Grafarvogi seint í gærkvöldi og þaðan stolið miklum verðmætum. Meðal annars tölvum og skartgripum. Tilkynnt var um málið laust fyrir miðnætti, en þjófurinn komst undan og er hans nú leitað. Mikið hefur verið um innbrot og þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í vikunni og hvetur lögregla fólk til að vera vel á verði, læsa dyrum og loka gluggum, sem hægt er að komast inn um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×