Innlent

Krabbameinssjúklingi synjað um greiðsluaðlögun

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands.

Hæstiréttur Íslands staðfesti synjun Héraðsdóms Reykjavíkur á greiðsluaðlögunarbeiðni karlmanns sem þurfti að hætta störfum fyrir þremur árum síðan vegna krabbameins í höfði.

Maðurinn hafði rekið málarafyrirtæki þegar hann greindist svo með krabbameinið. Hann er enn að ná sér.

Heildarskuldir mannsins eru rétt tæpar tvær og hálf milljón. Heildartekjur mannsins eru um 180 þúsund krónur. Inn í því eru húsaleigubætur. Samkvæmt dómi þá er greiðslugeta mannsins rétt tæpar 5000 þúsund krónur á mánuði.

Héraðsdómur synjaði málinu upphaflega þar sem maðurinn rak eigið málarafyrirtæki þegar hann greindist með krabbamein í höfði árið 2006. Í dómum kemur fram að samkvæmt lögum er greiðsluaðlögun fyrst og fremst ætlað að vera úrræði fyrir almenna launþega samkvæmt lagaákvæði.

Þar af leiðir að lögin ná ekki til einstaklinga sem undangengin þrjú ár hafa borið ótakmarkaða ábyrgð á atvinnustarfsemi, hvort sem þeir hafa lagt stund á hana einir eða í félagi við aðra, nema því aðeins að atvinnurekstri hafi verið hætt og þær skuldir sem stafa frá atvinnurekstrinum séu tiltölulega lítill hluti af heildarskuldum.

Beiðni mannsins var því hafnað af héraðsdómi og að lokum staðfesti hæstiréttur niðurstöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×