Nýr auðlegðarskattur 18. nóvember 2009 19:07 Nýr skattur, svo kallaður auðlegðarskattur, verður lagður á nettóeignir umfram 90 milljónir. Á móti verður hætt við lækkun barna- og vaxtabóta á næsta ári. Innheimta tekjuskatts einstaklinga á að skila ríkissjóði 38 milljörðum í auknar tekjur á næsta ári. Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga á þessu ári var 107 milljarðar króna en verða 143,5 milljarðar á næsta ári. Nýr skattur, auðlegðarskattur verður lagður á tímabundið í þrjú ár. Hann verður 1,25 prósent og leggst á hreina eign einstaklings umfram 90 milljónir og 120 milljónir hjá hjónum. Fjármálaráðherra segir þennan skatt lagðan á til að þeir sem högnuðust hvað mest á eignabólunni skili einhverju aftur til þjóðfélagsins. Reiknað er með að þessi skattur fari til hækkunar vaxtabóta upp á 2,2 milljarða og standi undir því að hætt verði við að lækka barnabætur um milljarð eins og til stóð. Fjármálaráðherra segir að nýtt þriggja þrepa tekjuskattskerfi auki jöfnuð í skattkerfinu. „Við skulum átta okkur á því þegar við tökum kúrfuna yfir prósentuna af heildarlaunum þá er langstærsti launamanna að borga 15-25% af sínum heildarlaunum í skatt. Það fara engir upp fyrir 40% af heildarlaunum í skatt fyrr en þeir eru komnir með yfir 30 milljónir í fjölskyldutekjur," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að þótt skattar aukist verulega telji ríkisstjórnin að verið sé að jafna byrðum meira en verið hafi í skattkerfinu hingað til. „Sérstaðan frá gamla kerfinu er sú að þetta bætir mjög stöðu þeirra lægst launuðu og færir byrðar til þeirra sem var hlíft í gamla skattkerfinu hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum," segir Jóhanna. Ríkisstjórnin telur að verðlagsáhrif skattbreytinganna í heild sinni verði um 0.8 prósent á næsta ári. Tengdar fréttir Segir mikilvægara að auka tekjur en að skera niður Innan BSRB og Starfsmannafélags ríkisins hafa menn verið tiltölulega jákvæðir út í þá hugmyndafræði unnið er eftir í tillögum um skattabreytingarnar sem ríkisstjórnin kynnti í dag, að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. 18. nóvember 2009 17:12 Vilhjálmur: Í takt við það sem búist var við „Þetta er svona í takt við það sem maður hafði búist við en ekki allt sem maður hefði skrifað upp á," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa heyrt af tillögunum í fréttum en ekki kynnt sér þær umfram það. 18. nóvember 2009 16:32 Tekjuskattur á millitekjufólk hækkar Ríkisstjórnin hyggst taka upp þriggja þrepa skattkerfi. Frá þessu greindu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi sem hófst klukkan þrjú í dag. 18. nóvember 2009 15:18 Samtök ferðaþjónustunnar ósátt með skattahækkanir Ferðaþjónustufyrirtækin hafa fyrir löngu gert samninga um verð fyrir árið 2010. Þess vegna er ótækt að hækka skatta á þau fyrirvaralaust, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar í dag verða alsverðar hækkanir á sköttum og gjöldum í ferðaþjónustu. 18. nóvember 2009 17:38 Nýtt skattkerfi jafnar byrðum Einstaklingar með tekjur undir 270 þúsund á mánuði og hjón undir 540 þúsundum munu greiða lægri tekjuskatt á næsta ári samkvæmt þriggja þrepa skattkerfi sem tekið verður upp á næsta ári. Hámarks heildarskattheimta verður 40 prósent. 18. nóvember 2009 18:54 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Nýr skattur, svo kallaður auðlegðarskattur, verður lagður á nettóeignir umfram 90 milljónir. Á móti verður hætt við lækkun barna- og vaxtabóta á næsta ári. Innheimta tekjuskatts einstaklinga á að skila ríkissjóði 38 milljörðum í auknar tekjur á næsta ári. Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga á þessu ári var 107 milljarðar króna en verða 143,5 milljarðar á næsta ári. Nýr skattur, auðlegðarskattur verður lagður á tímabundið í þrjú ár. Hann verður 1,25 prósent og leggst á hreina eign einstaklings umfram 90 milljónir og 120 milljónir hjá hjónum. Fjármálaráðherra segir þennan skatt lagðan á til að þeir sem högnuðust hvað mest á eignabólunni skili einhverju aftur til þjóðfélagsins. Reiknað er með að þessi skattur fari til hækkunar vaxtabóta upp á 2,2 milljarða og standi undir því að hætt verði við að lækka barnabætur um milljarð eins og til stóð. Fjármálaráðherra segir að nýtt þriggja þrepa tekjuskattskerfi auki jöfnuð í skattkerfinu. „Við skulum átta okkur á því þegar við tökum kúrfuna yfir prósentuna af heildarlaunum þá er langstærsti launamanna að borga 15-25% af sínum heildarlaunum í skatt. Það fara engir upp fyrir 40% af heildarlaunum í skatt fyrr en þeir eru komnir með yfir 30 milljónir í fjölskyldutekjur," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að þótt skattar aukist verulega telji ríkisstjórnin að verið sé að jafna byrðum meira en verið hafi í skattkerfinu hingað til. „Sérstaðan frá gamla kerfinu er sú að þetta bætir mjög stöðu þeirra lægst launuðu og færir byrðar til þeirra sem var hlíft í gamla skattkerfinu hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum," segir Jóhanna. Ríkisstjórnin telur að verðlagsáhrif skattbreytinganna í heild sinni verði um 0.8 prósent á næsta ári.
Tengdar fréttir Segir mikilvægara að auka tekjur en að skera niður Innan BSRB og Starfsmannafélags ríkisins hafa menn verið tiltölulega jákvæðir út í þá hugmyndafræði unnið er eftir í tillögum um skattabreytingarnar sem ríkisstjórnin kynnti í dag, að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. 18. nóvember 2009 17:12 Vilhjálmur: Í takt við það sem búist var við „Þetta er svona í takt við það sem maður hafði búist við en ekki allt sem maður hefði skrifað upp á," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa heyrt af tillögunum í fréttum en ekki kynnt sér þær umfram það. 18. nóvember 2009 16:32 Tekjuskattur á millitekjufólk hækkar Ríkisstjórnin hyggst taka upp þriggja þrepa skattkerfi. Frá þessu greindu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi sem hófst klukkan þrjú í dag. 18. nóvember 2009 15:18 Samtök ferðaþjónustunnar ósátt með skattahækkanir Ferðaþjónustufyrirtækin hafa fyrir löngu gert samninga um verð fyrir árið 2010. Þess vegna er ótækt að hækka skatta á þau fyrirvaralaust, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar í dag verða alsverðar hækkanir á sköttum og gjöldum í ferðaþjónustu. 18. nóvember 2009 17:38 Nýtt skattkerfi jafnar byrðum Einstaklingar með tekjur undir 270 þúsund á mánuði og hjón undir 540 þúsundum munu greiða lægri tekjuskatt á næsta ári samkvæmt þriggja þrepa skattkerfi sem tekið verður upp á næsta ári. Hámarks heildarskattheimta verður 40 prósent. 18. nóvember 2009 18:54 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Segir mikilvægara að auka tekjur en að skera niður Innan BSRB og Starfsmannafélags ríkisins hafa menn verið tiltölulega jákvæðir út í þá hugmyndafræði unnið er eftir í tillögum um skattabreytingarnar sem ríkisstjórnin kynnti í dag, að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. 18. nóvember 2009 17:12
Vilhjálmur: Í takt við það sem búist var við „Þetta er svona í takt við það sem maður hafði búist við en ekki allt sem maður hefði skrifað upp á," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa heyrt af tillögunum í fréttum en ekki kynnt sér þær umfram það. 18. nóvember 2009 16:32
Tekjuskattur á millitekjufólk hækkar Ríkisstjórnin hyggst taka upp þriggja þrepa skattkerfi. Frá þessu greindu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi sem hófst klukkan þrjú í dag. 18. nóvember 2009 15:18
Samtök ferðaþjónustunnar ósátt með skattahækkanir Ferðaþjónustufyrirtækin hafa fyrir löngu gert samninga um verð fyrir árið 2010. Þess vegna er ótækt að hækka skatta á þau fyrirvaralaust, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar í dag verða alsverðar hækkanir á sköttum og gjöldum í ferðaþjónustu. 18. nóvember 2009 17:38
Nýtt skattkerfi jafnar byrðum Einstaklingar með tekjur undir 270 þúsund á mánuði og hjón undir 540 þúsundum munu greiða lægri tekjuskatt á næsta ári samkvæmt þriggja þrepa skattkerfi sem tekið verður upp á næsta ári. Hámarks heildarskattheimta verður 40 prósent. 18. nóvember 2009 18:54
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent