Innlent

Starfsfólki í Þykkvabæ mjög brugðið

Sprengingin varð í kartöfluverksmiðju í Þykkvabæ.
Sprengingin varð í kartöfluverksmiðju í Þykkvabæ.

Starfsfólkinu í Kartöfluverksmiðjunni í Þykkvabæ er mjög brugðið eftir að tvær starfsstúlkur slösuðust alvarlega í dag.

Starfsmaður í verksmiðjunni segir að starfsfólki hafi verið mjög brugðið. „Þeir sem komu að þessu eru miður sín, sem eðlilegt er," segir hann.

Sprengingin varð í majonestunnu. Lofti er dælt í tunnuna til þess að tappa majónesinu af henni. Lokið sprakk af tunnunni og urðu starfsstúlkurnar fyrir lokinu. Þær voru fluttar með þyrlum til Reykjavíkur alvarlega slasaðar.

Lögreglumenn og fulltrúar Vinnueftirlitsins eru á vettvangi og rannsaka tildrög slyssins. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan stúlknanna.




Tengdar fréttir

Sprenging í kartöfluverksmiðju - tveir alvarlega slasaðir

Tvær konur voru fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild Borgarspítalans með þyrlu, eftir að sprenging varð í kartöfluverksmiðju í Þykkvabæ um tvö leytið í dag. Samkvæmt heimildum Vísis mun Majones ketill hafa sprungið með þessum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×