Innlent

Sprenging í kartöfluverksmiðju - tveir alvarlega slasaðir

TF-Eir. Úr myndasafni.
TF-Eir. Úr myndasafni.

Tvær konur voru fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild Borgarspítalans með þyrlu, eftir að sprenging varð í kartöfluverksmiðju í Þykkvabæ um tvö leytið í dag. Samkvæmt heimildum Vísis mun majones-ketill hafa sprungið með þessum afleiðingum.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni klukkan 14:07 frá Fjarskiptamiðstöð Lögreglunnar um að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna sprengingarinnar.

Þegar útkallið barst var TF-EIR við æfingar. Kom þyrlan strax inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli, sótti þyrlulækni og fór í loftið að nýju og var hún komin á slysstað klukkan 15:00.

Þyrlan TF-GNA var komin í loftið klukkan 14:38 og lenti á slysstað klukkan 15:05.

Ákveðið var að flytja báða sjúklingana á Borgarspítalann með TF-GNA sem fór í loftið frá Þykkvabæ klukkan 15:21. Lent var við Borgarspítalann klukkan 15:45.










































Fleiri fréttir

Sjá meira


×