Veitt úr Dungalssjóði 20. desember 2008 03:00 Listakonan Sirra var meðal þeirra sem hlutu verðlaun. Í gær voru veitt árleg verðlaun úr Dungals-sjóði sem Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir stofnuðu til minningar um Margréti og Baldvin Dungal kaupmann. Sjóðurinn hefur árlega styrkt unga myndlistarmenn til dáða með fjárhæð. Að þessu sinni ákvað dómnefndin að veita þrjá styrki, tvo að upphæð kr. 300.000: Ragnari Jónassyni, Sirru (Sigrúnu Sigurðardóttur) og Bjarka Bragasyni sem fær 500.000 í styrk. Öll eru þau útskrifuð frá Listaháskóla Íslands og sóttu sér framhaldsnám til erlendra og innlendra stofnana; Ragnar við Glascow School of Arts, Sirra við Háskóla Íslands, og Bjarki hóf í haust nám við Cal Arts í Los Angeles. Ragnar er ekki málari í hefðbundnum skilningi. Nær er að segja að hann vinni með eiginleika málverks. Hann vinnur jöfnum höndum með tvívíð og þrívíð verk. Útkoman eru litskrúðug efniskennd verk oft án striga eða undirlags sem tengja sig beint við sýningarrýmið. Með sérstæðum litum og formum nær hann að skapa heim sem hefur skírskotun til litagleði popplistar sjöunda áratugarins. Sirra skapar innsetningar þar sem hún tengir saman ólík efni eins og veggmálverk, spegla, gler, ljós, og vídeómyndir. Mörg verka hennar setja valda ljósgjafa og tvívíða hluti í þrívíða nálgun þar sem verkið sjálft, umhverfi þess og rými mynda eina heild. Hún sækir efnivið sinn meðal annars í tölulegar staðreyndir, vísindakenningar og rannsóknir. Með myndvörpum og speglum býr hún til hreyfingu í innsetningum sínum sem framkalla sjónhverfingu, einhvers konar aflvaka sem hrífur áhorfandann með sér á vit upplifunar. Úr öllu þessu tekst henni að skapa persónulegan myndheim. Á þeim stutta tíma sem leið frá því Bjarki útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands þar til hann hóf framhaldsnám í Bandaríkjunum tók hann þátt í fjölda sýninga á Íslandi og erlendis, nú síðast Listahátíð í sumar. Hann kenndi og hélt fyrirlestra við Listaháskóla Íslands, Listaháskólann í Bergen og í Vilníus. Árið 2005 bjó hann einnig og vann að myndlist í Berlín. Með náminu vinnur Bjarki að sýningarverkefnum bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann hyggur á vinnustofudvöl í Kaliforníu og Finnlandi á næsta ári. Í myndlist sinni skoðar Bjarki samhengi og tengsl ólíkra hluta. Hann segir: „Ég skoða umhverfi mitt í gegnum myndlist, en að móta umhverfi innan þess er mikilvægara. Ég vinn í mörgum mismunandi miðlum, en bakgrunnur minn er í arkitektúr og teikningu. Í nýjustu verkum mínum og verkefnum sem eru í gangi í augnablikinu er ég að skoða þýðingu, tungumál og allt það sem misskilst og hvernig það öðlast sjálfsstætt rými." Afhending styrkjanna fór fram í gær í Listasafni Reykjavíkur þangað sem þessir listamenn eiga vafalítið eftir að leita með verk sín til sýninga. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira
Í gær voru veitt árleg verðlaun úr Dungals-sjóði sem Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir stofnuðu til minningar um Margréti og Baldvin Dungal kaupmann. Sjóðurinn hefur árlega styrkt unga myndlistarmenn til dáða með fjárhæð. Að þessu sinni ákvað dómnefndin að veita þrjá styrki, tvo að upphæð kr. 300.000: Ragnari Jónassyni, Sirru (Sigrúnu Sigurðardóttur) og Bjarka Bragasyni sem fær 500.000 í styrk. Öll eru þau útskrifuð frá Listaháskóla Íslands og sóttu sér framhaldsnám til erlendra og innlendra stofnana; Ragnar við Glascow School of Arts, Sirra við Háskóla Íslands, og Bjarki hóf í haust nám við Cal Arts í Los Angeles. Ragnar er ekki málari í hefðbundnum skilningi. Nær er að segja að hann vinni með eiginleika málverks. Hann vinnur jöfnum höndum með tvívíð og þrívíð verk. Útkoman eru litskrúðug efniskennd verk oft án striga eða undirlags sem tengja sig beint við sýningarrýmið. Með sérstæðum litum og formum nær hann að skapa heim sem hefur skírskotun til litagleði popplistar sjöunda áratugarins. Sirra skapar innsetningar þar sem hún tengir saman ólík efni eins og veggmálverk, spegla, gler, ljós, og vídeómyndir. Mörg verka hennar setja valda ljósgjafa og tvívíða hluti í þrívíða nálgun þar sem verkið sjálft, umhverfi þess og rými mynda eina heild. Hún sækir efnivið sinn meðal annars í tölulegar staðreyndir, vísindakenningar og rannsóknir. Með myndvörpum og speglum býr hún til hreyfingu í innsetningum sínum sem framkalla sjónhverfingu, einhvers konar aflvaka sem hrífur áhorfandann með sér á vit upplifunar. Úr öllu þessu tekst henni að skapa persónulegan myndheim. Á þeim stutta tíma sem leið frá því Bjarki útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands þar til hann hóf framhaldsnám í Bandaríkjunum tók hann þátt í fjölda sýninga á Íslandi og erlendis, nú síðast Listahátíð í sumar. Hann kenndi og hélt fyrirlestra við Listaháskóla Íslands, Listaháskólann í Bergen og í Vilníus. Árið 2005 bjó hann einnig og vann að myndlist í Berlín. Með náminu vinnur Bjarki að sýningarverkefnum bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann hyggur á vinnustofudvöl í Kaliforníu og Finnlandi á næsta ári. Í myndlist sinni skoðar Bjarki samhengi og tengsl ólíkra hluta. Hann segir: „Ég skoða umhverfi mitt í gegnum myndlist, en að móta umhverfi innan þess er mikilvægara. Ég vinn í mörgum mismunandi miðlum, en bakgrunnur minn er í arkitektúr og teikningu. Í nýjustu verkum mínum og verkefnum sem eru í gangi í augnablikinu er ég að skoða þýðingu, tungumál og allt það sem misskilst og hvernig það öðlast sjálfsstætt rými." Afhending styrkjanna fór fram í gær í Listasafni Reykjavíkur þangað sem þessir listamenn eiga vafalítið eftir að leita með verk sín til sýninga. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira