Íslenskir Guns N‘ Roses gítarleikarar slást í eftirpartíi 20. desember 2008 08:00 Eftir tónleikana sauð upp úr og Gunni Bjarni og Grétar gítarleikarar flugust á. MYND/Mynd/Óskar P. Friðriksson „Þetta var bara eitthvað orðaskak. Já, það má kannski segja að þetta hafi verið pólitískur tónlistarlegur ágreiningur," segir Grétar Bulgretzky annar gítarleikara hinar íslensku Guns N' Roses hljómsveitar. Grétar er annars þekktur fyrir að hafa spilað undir hjá Kalla Bjarna Idolstjörnu á sínum tíma og er sagður með síðasta hárið í bransanum um þessar mundir. Eftir tónleika í Eyjum, á nýjum stað sem heitir Volcano Café, að kvöldi fimmtudags fór hljómsveitin, að hætti rokkhljómsveita, til að fá sér örlitla viskílögg í eftirpartýi sem haldið var á hóteli fyrir ofan staðinn. Þar sauð upp úr milli gítar-leikaranna Grétars og Gunna Bjarna sem þekktastur er fyrir að vera í Jet Black Joe. Aðrir í hljómsveitinni gengu á milli en þeir eru Snorri Snorrason kenndur við Idol, Herbert Viðarsson sem er í Skímó og Birgir Nielsen trommari sem hefur meðal annars verið í Landi og sonum. „Já, það er rétt. Ég var í partýinu. Þessi slagsmál voru stöðvuð mjög smekklega en ég vil ekki tjá mig um málið að svo stöddu," segir Birgir. Grétar, sem bjó áður í Grindavík en er nú fluttur út í sveit hjá Selfossi, segir þetta hafa verið eitthvert orðaskak. „Þetta voru nú engar kýlingar. Bara, svona, glíma á gólfinu. Ég vil lítið tjá mig um þetta. Það kom upp einhver ágreiningur og það var bara flogist á. Þetta var ekta rock'n roll." Sé hægt að fallast á það þá er Gunni Bjarni lykilmaður í slíkum væringum en frægt er þegar Jet Black Joe lenti í slagsmálum á Ísafirði fyrir um áratug. Hljómsveitin kom til meginlandsins í gær utan að Gunni Bjarni var eftir úti í Eyjum. Ekki er vitað á þessu stigi hvort þetta mun verða til þess að aflýsa þurfi fyrirhuguðu „giggi" á Skaganum sem búið er að bóka 10. janúar. Grétar segir að það verði að athuga hvernig ástandið á mönnum er og hvernig framtíð bandsins lítur út. „Þetta hlýtur að smella allt saman," segir Grétar en ekki munu neinir áverkar vera á gítarleikurunum eftir áflogin. „Það verður tekinn feitur hljómsveitarfundur," segir Birgir. Hljómsveitin er til þess að gera ný-stofnuð. Hún var að koma fram fjórða sinni og var fullt hús í Eyjum líkt og hefur verið á Selfossi, í Grindavík og á Nasa þar sem mættu tæplega sex hundruð manns til að sjá hljómsveitina. jakob@frettabladid.is Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
„Þetta var bara eitthvað orðaskak. Já, það má kannski segja að þetta hafi verið pólitískur tónlistarlegur ágreiningur," segir Grétar Bulgretzky annar gítarleikara hinar íslensku Guns N' Roses hljómsveitar. Grétar er annars þekktur fyrir að hafa spilað undir hjá Kalla Bjarna Idolstjörnu á sínum tíma og er sagður með síðasta hárið í bransanum um þessar mundir. Eftir tónleika í Eyjum, á nýjum stað sem heitir Volcano Café, að kvöldi fimmtudags fór hljómsveitin, að hætti rokkhljómsveita, til að fá sér örlitla viskílögg í eftirpartýi sem haldið var á hóteli fyrir ofan staðinn. Þar sauð upp úr milli gítar-leikaranna Grétars og Gunna Bjarna sem þekktastur er fyrir að vera í Jet Black Joe. Aðrir í hljómsveitinni gengu á milli en þeir eru Snorri Snorrason kenndur við Idol, Herbert Viðarsson sem er í Skímó og Birgir Nielsen trommari sem hefur meðal annars verið í Landi og sonum. „Já, það er rétt. Ég var í partýinu. Þessi slagsmál voru stöðvuð mjög smekklega en ég vil ekki tjá mig um málið að svo stöddu," segir Birgir. Grétar, sem bjó áður í Grindavík en er nú fluttur út í sveit hjá Selfossi, segir þetta hafa verið eitthvert orðaskak. „Þetta voru nú engar kýlingar. Bara, svona, glíma á gólfinu. Ég vil lítið tjá mig um þetta. Það kom upp einhver ágreiningur og það var bara flogist á. Þetta var ekta rock'n roll." Sé hægt að fallast á það þá er Gunni Bjarni lykilmaður í slíkum væringum en frægt er þegar Jet Black Joe lenti í slagsmálum á Ísafirði fyrir um áratug. Hljómsveitin kom til meginlandsins í gær utan að Gunni Bjarni var eftir úti í Eyjum. Ekki er vitað á þessu stigi hvort þetta mun verða til þess að aflýsa þurfi fyrirhuguðu „giggi" á Skaganum sem búið er að bóka 10. janúar. Grétar segir að það verði að athuga hvernig ástandið á mönnum er og hvernig framtíð bandsins lítur út. „Þetta hlýtur að smella allt saman," segir Grétar en ekki munu neinir áverkar vera á gítarleikurunum eftir áflogin. „Það verður tekinn feitur hljómsveitarfundur," segir Birgir. Hljómsveitin er til þess að gera ný-stofnuð. Hún var að koma fram fjórða sinni og var fullt hús í Eyjum líkt og hefur verið á Selfossi, í Grindavík og á Nasa þar sem mættu tæplega sex hundruð manns til að sjá hljómsveitina. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira