Innlent

Alþingi samþykkir lög um kjararáð

Frumvarp um kjararáð var samþykkt sem lög frá Alþingi nú á ellefta tímanum í morgun. Geir H Haarde forsætisráðherra sendi kjararáði bréf í nóvember og fór þess á leit að ráðið lækkaði tímabundið laun þeirra sem heyra undir ráðið um 5-15%. Í svari sem formaður ráðsins sendi forsætisráðherra um síðustu mánaðamót kom fram að kjararáð teldi sig ekki hafa lagaheimild til að lækka launin. Fjármálaráðherra lagði þá fram lagafrumvarp til að veita kjararáði heimild til að lækka launin og er frumvarpið nú orðið að lögum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×