Lífið

X-mas í Hafnarfirði

Þorkell Máni lofar skemmtilegum jólatónleikum á mánudaginn.
Þorkell Máni lofar skemmtilegum jólatónleikum á mánudaginn.
Hinir árlegu jólatónleikar X-ins 977, X-Mas, verða haldnir á Dillon sportbar í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Á síðasta ári voru tónleikarnir haldnir á Nasa og því ljóst að X-ið hefur minnkað aðeins við sig.

„Það var alveg ljóst að það yrðu svolítil kreppu X-mas,“ segir Þorkell Máni Pétursson hjá X-inu. „Við ákváðum að leita til IMF um að finna hentugan tónleikastað. Það eru allir að leita til þeirra og af hverju ekki við?,“ segir hann og er ánægður með útkomuna. „Þetta er rosalega flottur staður orðinn og þarna eru vinalegir menn við stjórnvölinn.“

Fjöldi öflugra hljómsveita kemur fram á tónleikunum, eða Dr. Spock, Sign, Dikta, The Viking Giant Show, Our Lives, Ultra Mega Technobandið Stefán, Vicky og Hooker Swing, auk þess sem Ragnar Sólberg stígur á svið. Einnig mun óvæntur gestur mæta á svæðið. „Þetta eru þau bönd sem hafa verið hvað vinsælust á árinu hjá X-inu,“ segir Þorkell Máni. Allur ágóði rennur til samtakanna HIV-Ísland.- fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.