NBA í nótt: Lakers á toppinn í Vestrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 09:20 Kobe Bryant gegn Bruce Bowen í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt og um leið mikilvægan sigur í toppslag Vesturdeildarinnar er liðið vann San Antonio, 106-85. Með sigrinum fór Lakers á topp Vesturdeildarinnar en liðið er einnig búið að tryggja sér sigur í Kyrrahafsriðlinum. Aðeins þrír leikdagar eru eftir af deildakeppninni en spennan er gríðarleg í Vesturdeildinni þar sem sex efstu liðin berjast um heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þá er barátta Denver og Golden State um áttunda sætið í vestrinu í hámarki. Liðin í deildinni eiga annað hvort einn eða tvo leiki eftir en New Orleans á leik til góða á Lakers og getur með sigri komist aftur í toppsæti deildarinnar. New Orleans mætir LA Clippers í nótt. San Antonio er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Lakers í nótt. Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta en sigur Lakers var nokkuð öruggur. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Lakers vinnur Kyrrahafsriðilinn en liðið mætir Sacramento í síðasta leik sínum fyrir úrslitakeppnina í nótt. Lamar Odom skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst í leiknum en alls tók Lakers 25 fleiri fráköst í leiknum en San Antonio. Tony Parker var með 20 stig fyrir San Antonio en Tim Duncan var með sextán stig og tólf fráköst. Denver vann Houston, 111-94, og gerði þar með nánast út um vonir Houston að ná toppsætinu í Vesturdeildinni. En um leið hélt Denver pressu á Golden State í baráttu liðanna um áttunda sæti deildarinnar en síðarnefnda liðið lék ekki í nótt. Allen Iverson skoraði 33 stig í leiknum en varamaðurinn JR Smith átti stjörnuleik í nótt og skoraði 23 stig. Hjá Houston var Luther Head stigahæstur með nítján stig en Tracy McGrady kom næstur með sextán stig. Denver mætir Memphis í lokaleik sínum á miðvikudagskvöldið en Golden State á leik gegn Phoenix í kvöld og svo Seattle á miðvikudagskvöldið. Denver er hins vegar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn Golden State sem þýðir að ef liðið vinnur Memphis skiptir ekki máli þótt Golden State vinni báða sína leiki. Denver gæti meira að segja náð sjöunda sætinu af Dallas ef liðið tapar fyrir New Orleans á miðvikudagskvöldið. Ef Golden State vinnur báða sína leiki sem liðið á eftir og kemst samt ekki í úrslitakeppnina verður það fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 50 leiki á tímabilinu en kemst ekki í úrslitakeppnina. Seattle vann Dallas, 99-95, í lokaleik sínum á heimavelli í vetur. Reyndar er óvíst um framtíð liðsins í Seattle þar sem liðið gæti hugsanlega flutt til Oklahoma. Verði það raunin var þetta síðasti heimaleikur Supersonics í Seattle í langan tíma. Það var því við hæfi að liðið ynni annars sjaldgæfan sigur þar sem liðið er með næstversta árangurinn í NBA-deildinni með aðeins nítján sigra. Nýliðinn Kevin Durant hefur verið skærasta stjarna Seattle í vetur og hann skoraði tvívegis á síðustu 45 sekúndum leiksins en Seattle var sex stigum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Hann skoraði nítján stig í leiknum en stigahæstur var Earl Watson með 21 stig. Dirk Nowitzky skroaði 32 stig fyrir Dallas og Jason Terry 25. Í Austurdeildinni fóru einnig fram þrír leikir og voru úrslitin öll eftir bókinni. Orlando vann sinn 50. leik á tímabilinu er liðið vann Chicago, 104-84. Detroit vann Toronto, 91-84, og Cleveland vann Miami, 84-76. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira
LA Lakers vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt og um leið mikilvægan sigur í toppslag Vesturdeildarinnar er liðið vann San Antonio, 106-85. Með sigrinum fór Lakers á topp Vesturdeildarinnar en liðið er einnig búið að tryggja sér sigur í Kyrrahafsriðlinum. Aðeins þrír leikdagar eru eftir af deildakeppninni en spennan er gríðarleg í Vesturdeildinni þar sem sex efstu liðin berjast um heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þá er barátta Denver og Golden State um áttunda sætið í vestrinu í hámarki. Liðin í deildinni eiga annað hvort einn eða tvo leiki eftir en New Orleans á leik til góða á Lakers og getur með sigri komist aftur í toppsæti deildarinnar. New Orleans mætir LA Clippers í nótt. San Antonio er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Lakers í nótt. Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta en sigur Lakers var nokkuð öruggur. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Lakers vinnur Kyrrahafsriðilinn en liðið mætir Sacramento í síðasta leik sínum fyrir úrslitakeppnina í nótt. Lamar Odom skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst í leiknum en alls tók Lakers 25 fleiri fráköst í leiknum en San Antonio. Tony Parker var með 20 stig fyrir San Antonio en Tim Duncan var með sextán stig og tólf fráköst. Denver vann Houston, 111-94, og gerði þar með nánast út um vonir Houston að ná toppsætinu í Vesturdeildinni. En um leið hélt Denver pressu á Golden State í baráttu liðanna um áttunda sæti deildarinnar en síðarnefnda liðið lék ekki í nótt. Allen Iverson skoraði 33 stig í leiknum en varamaðurinn JR Smith átti stjörnuleik í nótt og skoraði 23 stig. Hjá Houston var Luther Head stigahæstur með nítján stig en Tracy McGrady kom næstur með sextán stig. Denver mætir Memphis í lokaleik sínum á miðvikudagskvöldið en Golden State á leik gegn Phoenix í kvöld og svo Seattle á miðvikudagskvöldið. Denver er hins vegar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn Golden State sem þýðir að ef liðið vinnur Memphis skiptir ekki máli þótt Golden State vinni báða sína leiki. Denver gæti meira að segja náð sjöunda sætinu af Dallas ef liðið tapar fyrir New Orleans á miðvikudagskvöldið. Ef Golden State vinnur báða sína leiki sem liðið á eftir og kemst samt ekki í úrslitakeppnina verður það fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 50 leiki á tímabilinu en kemst ekki í úrslitakeppnina. Seattle vann Dallas, 99-95, í lokaleik sínum á heimavelli í vetur. Reyndar er óvíst um framtíð liðsins í Seattle þar sem liðið gæti hugsanlega flutt til Oklahoma. Verði það raunin var þetta síðasti heimaleikur Supersonics í Seattle í langan tíma. Það var því við hæfi að liðið ynni annars sjaldgæfan sigur þar sem liðið er með næstversta árangurinn í NBA-deildinni með aðeins nítján sigra. Nýliðinn Kevin Durant hefur verið skærasta stjarna Seattle í vetur og hann skoraði tvívegis á síðustu 45 sekúndum leiksins en Seattle var sex stigum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Hann skoraði nítján stig í leiknum en stigahæstur var Earl Watson með 21 stig. Dirk Nowitzky skroaði 32 stig fyrir Dallas og Jason Terry 25. Í Austurdeildinni fóru einnig fram þrír leikir og voru úrslitin öll eftir bókinni. Orlando vann sinn 50. leik á tímabilinu er liðið vann Chicago, 104-84. Detroit vann Toronto, 91-84, og Cleveland vann Miami, 84-76. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira