Innlent

Útflutningur jókst um fjórðung í fyrra

Útflutningur frá Íslandi í fyrra jókst um rúmlega fjórðung á milli ára á meðan innflutningur dróst saman um eitt prósent. Þetta kemur fram í heftinu Utanríkisverslun sem Hagstofa Íslands gefur út.

Þar kemur enn fremur fram að fluttar hafi verið út vörur fyrir rúma 305 milljarða króna en inn fyrir 395 milljarða. Því nam vöruskiptahallinn 90 milljörðum króna.

Í útflutningi voru sjávarafurðir um 42 prósent alls útflutnings og iðnaðarvörur um 39 prósent en í innflutningi voru stærstu vöruflokkarnir hrá- og rekstrarvörur, fjárfestingarvörur og flutningatæki. Stærstu viðskiptalönd voru Holland í útflutningi og Bandaríkin í innflutningi og var EES þýðingamesta markaðssvæðið, jafnt í útflutningi sem í innflutningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×