Lífið

Þorgerður Katrín fékk kartöflu

Pottaskefill og ráðherra menntamála.
Pottaskefill og ráðherra menntamála.

Pottaskefill heimsótti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, í Alþingishúsið í dag og afhenti henni kartöflu.

,,Kartöfluna fær hún líkt og allir aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, fyrir að vera ekki löngu búin að segja af sér, heldur þjóskast hún við og leiðir vilja þjóðarinnar hjá sér. Pottaskefill skammaði hana í bak og fyrir, sértaklega fyrir að vilja leggja niður alla forfallakennslu í framhaldsskólum og skera niður rannsóknarframlag til háskólanna, og að lokum fyrir að vilja láta ungt fólk niður í sextán ára aldur borga nefskatt til ríkisútvarpsins," segir í tilkynningu frá umboðsmanni jólasveina.

Fleiri ráðherrar hafa fengið kartöflur, til að mynda var Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra, afhent kartafla af Stekkastaur.




Tengdar fréttir

Iðnaðarráðherra fékk kartöflu frá Stekkjastaur

Stekkjastaur kom til byggða í nótt og samkvæmt heimildum Vísis laumaði hann ýmsu góðgæti í skó og sokka barna á öllum aldri á öllu landinu. Eins og alkunna er fá þeir sem haga sér illa kartöflu í stað góðgætis frá bræðrunum þrettán sem flykkjast hver á fætur öðrum til byggða. Össur Skarphéðinsson ere inn þeirra sem fékk kartöflu frá Stekkjastaur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.