Innlent

Gúmmíbolti í leggöngum kostaði sex mánaða fangelsi

Karlmaður um tvítugt hefur verið dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stofnað lífi eða heilsu stúlku í augljósan háska í júní og fyrir brot gegn valdstjórninni í nóvember.

Maðurinn var í kynmökum við stúlkuna og setti gúmmíbolta, sem hún taldi vera kynlífsleikfang upp í leggöng hennar og skildi þar eftir án vitneskju hennar. Afleiðingar háttseminnar urðu þær að þremur vikum síðan þegar í ljós kom að boltinn var enn í leggöngum var hún komin með bólgur og alvarlega sýkingu í leggöng og þurfti að fjarlægja boltann með skurðaðgerð.

Þá var sami maður dæmdur fyrir að hafa hótað lögreglumönnum lífláti þegar þeir voru við störf við veitingastaðinn Kaffi Akureyri í nóvember. Dómurinn segir þó að hótanirnar hafi verið settar fram í ölæði og ekki sé ástæða til að ætla að sterkur ásetningur hafi búið þar að baki til að valda lögreglumönnunum ótta um líf sitt eða heilbrigði.

Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×