Innlent

Úrskurðir í gæsluvarðhald eða farbann vegna e-töflu smygls

Átján ára piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir aðrir voru úrskurðaðir í farbann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Líkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld fundu tollayfirvöld e-töflurnar við eftirlit í lok síðustu viku, en reynt var að smygla fíkniefnunum í póstsendingu. Yfirheyrslur yfir mönnunum fimm hafa staðið yfir í dag.

,,Fimmmenningarnir, sem allir eru pólskir, eru grunaðir um aðild að fíkniefnamáli sem snýst um innflutning á talsverðu magni af e-töflum. Það voru tollyfirvöld sem fundu e-töflurnar en þær voru sendar hingað frá Póllandi. E-töflurnar voru haldlagðar í síðustu viku," segir í tilkynningu lögreglu.

Ekki fékkst staðfesting á því í kvöldfréttum hvort fleiri væri grunaðir um að vera viðriðnir málið eða hvort einhverjir Íslendingar kæmu að því.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×