Erlent

Mugabe tapaði en kjósa þarf aftur, segir kjörstjórn

Efnahagur Simbabves er í rúst og mælist verðbólga nú 165 þúsund prósent.
Efnahagur Simbabves er í rúst og mælist verðbólga nú 165 þúsund prósent. MYND/AP

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, bar sigurorð af Robert Mugabe forseta í forsetakosningum í lok mars.

Frá þessu greindi kjörstjórn landsins í dag en sagði jafnframt að aðra umferð þyrfti þar sem Tsvangirai hefði ekki fengið tilskillinn meirihluta atkvæða. Tsvangirai hlaut nærri 48 prósent en Mugabe rúm 43 prósent.

Fregnir höfðu borist af því að Tsvangirai hefði sigrað en beðið var staðfestingar kjörstjórnar á því. Upplausnarástand hefur verið í landinu allt frá því að kosningarnar fóru fram og hefur stjórnarandstaðan allan tímann haldið því fram að Tsvangirai hafi sigrað. Hún brást einnig ókvæða við tíðindunum í dag og sagði niðurstöðuna rán um hábjartan dag.

Fari svo að önnur umferð forsetakosninga fari fram verður það að vera innan þriggja vikna samkvæmt lögum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×