Innlent

Margt að læra af Íslendingum í nýtingu jarðhita

Yoweri Museveni, forseti Úganda, segir margt að læra af Íslendingum þegar kemur að nýtingu jarðhita.

Þá tækni eigi að nýta til að knýja verksmiðjur í Úganda og hita hús í snæviþöktum fjallahéruðum landsins. Museveni og kona hans komu í opinbera heimsókn til Íslands í morgun. Móttökuathöfn var á Bessastöðum í morgun.

Þegar inn var komið tók herskari barna úr Álftanesskóla og lúðarsveit á móti forsetahjónunum og fór vel á með þeim og börnunum eftir hljóðfæraleik.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×