Innlent

Lítill samdráttur á verðmæti fiskafla á fyrri helmingi ársins

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 45 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 46,6 milljarða á sama tímabili árið 2007.

Aflaverðmæti hefur því dregist saman um 1,6 milljarða eða 3,4 prósent á milli ára eftir því sem segir á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að aflaverðmæti í júní hafi numið rúmum fimm milljörðum króna miðað við rúma sex milljarða í júní 2007.

Aflaverðmæti botnfisks á fyrri helmingi ársins dróst saman um 0,6 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Reyndist verðmæti þorskaflans tæpir 18 milljarðar og dróst saman um 2,5 prósent en aflaverðmæti ýsu nam nærri átta milljörðum og jókst um hátt í fimmtung. Þá nam verðmæti uppsjávarafla á fyrri helmingi ársins nærri sjö milljörðum og dróst saman um fjórðung frá sama tíma í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×