Innlent

Borgarstjórinn kominn með eina hrygnu

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur veitt einn lax í Elliðaánum í morgun en hann opnaði veiðar þar líkt og hefð er fyrir.

Ólafur veiddi snemma í morgun sex punda fallega nýgengna hrygnu og fékk svo annan á línuna en missti hann. Samkvæmt hefðinni hóf borgarstjóri veiðina með því að renna maðk í Sjávarfoss klukkan sjö. Skömmu síðar var hann komin með hrygnuna á agnið og tók ekki langan tíma að landa henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×