Innlent

Viðskiptaráðherra boðar sókn í neytendamálum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

„Þetta eru sjö fundir hringinn í kringum landið og svo tökum við aðra lotu á höfuðborgarsvæðinu seinna í haust," segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og á við fundaröðina „Ný sókn í neytendamálum" sem hefst á Selfossi í dag.

Björgvin segir fundina vera hluta af stefnumótunarvinnu sem hann ýtti úr vör í fyrra þar sem ýmsir aðilar kortlögðu stöðuna og settu fram í skýrslunni „Ný sókn í neytendamálum, staða neytenda á Íslandi".

Auk Björgvins taka ýmsir aðrir til máls á fundunum en dagskráin er kynnt ítarlega í Fréttablaðinu í dag. „Meginmarkmið fundanna er að kalla eftir viðhorfum almennings og gefa fólki færi á að tala beint við okkur um það sem því finnst að betur mætti fara. Um leið kynnum við okkar helstu stefnumið í þessum málum," segir Björgvin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×